Gefur nýjum þjálfara Breiðabliks ellefu af tíu mögulegum í einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 11:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einn fjögurra leikmanna Íslandsmeistara Breiðabliks sem eru farnir í atvinnumennsku. vísir/hulda margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur litlar áhyggjur af sínum gömlu liðsfélögum í Breiðabliki í sumar. Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira
Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira