Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jürgen Klopp þarf að finna lausnir á vandræðum sinna manna.
Jürgen Klopp þarf að finna lausnir á vandræðum sinna manna. Phil Noble/EPA-EFE

Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton.

Liverpool var mun meira með boltan í leiknum og voru heilt yfir sterkari aðilinn. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nóg til þess að enda taphrinuna á heimavelli sínum. Mario Lemina skoraði eina mark leiksins rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Eftir 68 leiki án taps á heimavelli er ljóst að Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, þurfi að finna lausnir til að koma sínum mönnum aftur á sigurbraut.

Liverpool er áfram með 43 stig í sjöunda sæti deildarinnar og þurfa að fara að snúa gengi sínu við ætli þeir sér að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Fulham fer upp í 26 stig og eru því jafnir Brighton að stigum sem sitja í 17.sæti, en eiga þó einn leik til góða og mikið líf er að færast í fallbaráttuna. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira