Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Stöð 2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.
Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12