Rafmagn komið aftur á í Grindavík: „Pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 21:09 Frá Grindavík eftir að rafmagn komst aftur á í kvöld. Vísir/Egill Allur Grindavíkurbær er kominn með rafmagn aftur fyrir utan eitt fyrirtæki en brunninn háspennurofi er talinn orsök rafmagnsleysisins sem hófst klukkan 13:40 í dag. Ekki er talið að bilunin tengist jarðhræringum síðustu daga. Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, staðfesti við Vísi að rafmagn hefði komist á þá hluta bæjarins sem voru enn í myrkri skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Áður hafði rafmagni verið komið á vesturhelming bæjarins um klukkan sjö. Varðskipið Þór var sent til Grindavíkur í kvöld ef þörf væri á varaafli. Egill segir að kerfi HS Veitna sé orðið stöðugt. Hann hafi ekki heyrt af tjóni sem hafi orðið vegna rafmagnsleysisins í bænum. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið í nágrenni Grindavíkur undanfarna daga og mánuði og hafa stórir skjálftar skekið bæinn. Egill segir að svo virðist sem að brunninn háspennurofi við Austurveg hafi valdið rafmagnsleysinu í dag. Hann telur ekki að það tengist jarðhræringunum. „Bara pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík,“ segir Egill. Spennir í tengivirki Landsnets leysti út í tvígang vegna truflana í kerfi HS Veitna í dag. Eftir að hann komst aftur í rekstur tók þó nokkurn tíma að finna bilunina í kerfi HS Veitna. Vesturhluti bæjarins var án rafmagns í hátt í sex tíma en sá austari í tæpa átta tíma. Uppfært 22:45 Bilun varð í dreifistöð í Hópshverfi í Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. HS Veitur sagði í Facebook-færslu klukkan 21:37 að einhvern tíma gæti tekið að koma því í lag. Grindavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sjá meira
Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, staðfesti við Vísi að rafmagn hefði komist á þá hluta bæjarins sem voru enn í myrkri skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Áður hafði rafmagni verið komið á vesturhelming bæjarins um klukkan sjö. Varðskipið Þór var sent til Grindavíkur í kvöld ef þörf væri á varaafli. Egill segir að kerfi HS Veitna sé orðið stöðugt. Hann hafi ekki heyrt af tjóni sem hafi orðið vegna rafmagnsleysisins í bænum. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið í nágrenni Grindavíkur undanfarna daga og mánuði og hafa stórir skjálftar skekið bæinn. Egill segir að svo virðist sem að brunninn háspennurofi við Austurveg hafi valdið rafmagnsleysinu í dag. Hann telur ekki að það tengist jarðhræringunum. „Bara pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík,“ segir Egill. Spennir í tengivirki Landsnets leysti út í tvígang vegna truflana í kerfi HS Veitna í dag. Eftir að hann komst aftur í rekstur tók þó nokkurn tíma að finna bilunina í kerfi HS Veitna. Vesturhluti bæjarins var án rafmagns í hátt í sex tíma en sá austari í tæpa átta tíma. Uppfært 22:45 Bilun varð í dreifistöð í Hópshverfi í Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. HS Veitur sagði í Facebook-færslu klukkan 21:37 að einhvern tíma gæti tekið að koma því í lag.
Grindavík Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sjá meira