Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2021 14:03 Eddu og Kristófer var ansi brugðið þegar þau sáu skiltið. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda. Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda.
Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira