Vill snúa aftur á K2 í sumar til að aðstoða við leit Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:34 Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna segir fáa fjallgöngumenn standast áskorunina sem K2 er. Allir viti þó að förin er ekki hættulaus. Mynd/Aðsend Fjallgöngumaðurinn Noel Hanna hefur boðið fram aðstoð sína ef farið verður í leitarleiðangur á K2 í sumar. Hanna ætlaði sér að komast á topp fjallsins í síðasta mánuði en sneri við þegar veður fór versnandi, skömmu áður en síðast spurðist til John Snorra og félaga hans. John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
John Snorri, Ali Sadpara og JP Mohr lögðu af stað á toppinn þann 4. febrúar síðastliðinn en ekkert hefur spurst til þeirra frá 5. febrúar. Þann 18. febrúar var greint frá því að þeir væru formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Hanna var sjálfur á fjallinu á þessum tíma en hann ætlaði sér að verða fyrsti Írinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi. Hann er reyndur fjallgöngumaður og hefur áður komist á topp K2 að sumarlagi og toppað Everest níu sinnum. Að hans sögn er K2 ólíkt öllum öðrum fjöllum og erfitt sé að standast áskorunina, sem allir viti að sé gríðarlega mikil. „Þú veist þegar þú ferð af stað að ef það eru tuttugu fjallgöngumenn, þá komast sjaldnast tuttugu til baka,“ segir Hanna í samtali við breska ríkisútvarpið. Meðvitaðri um öryggi sitt Eftir síðustu tilraun segist Hanna meðvitaðri um öryggi sitt. Sjálfur hafi hann séð búlgarskan fjallgöngumann hrapa tæplega fimm metra þegar hann reyndi að klifra niður fjallið. Fimm hafi látist í síðustu ferð hans: „Tveir eftir að hafa hrapað niður og þrír eftir að hafa farið á toppinn og ekki komið aftur,“ segir Hanna og vísar þar til John Snorra og samferðamanna hans. Hanna segir það vera erfitt að hugsa til þeirra sem hafa látist við að klífa K2, enda hafi hann sjálfur nú horft á eftir þremur reyndum fjallgöngumönnum sem hann hafi áður klifrað með. Hann hafi þó boðið fram aðstoð sína, enda sé til umræðu að fara á fjallið þegar veðurskilyrði verða betri. „Ég hef talað við son Ali og klifursambandið í Pakistan og sagt þeim að ég vil hjálpa við að leita að fjallgöngumönnunum,“ segir Hanna. „Það yrði sennilega um miðjan júní og til loka júlímánaðar.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Lýstu John Snorra leiðina heim við Vífilsstaðavatn Ljósa- og bænastund til minningar um fjallgöngumanninn John Snorra Sigurjónsson sem fórst á fjallinu K2 í Pakistan var haldin við Vífilsstaðavatn í kvöld. 2. mars 2021 20:44
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Sannfærð um að eitthvað hafi komið fyrir á niðurleið Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngukappans Johns Snorra Sigurjónssonar, og fleiri fjölskyldumeðlimir telja að John Snorri, Muhammad Ali Sadpara og Juan Palo Mohr hafi komist á topp K2. 18. febrúar 2021 14:18