Innlent

Svona var 167. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kristín Ólafsdóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Sóttvarnalæknir, fréttamenn og fleiri eru mættir í Katrínartúnið þar sem upplýsingafundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag.
Sóttvarnalæknir, fréttamenn og fleiri eru mættir í Katrínartúnið þar sem upplýsingafundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Vísir/Elísabet

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan fimm í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddu stöðu kórónuveirufaraldursins eftir að virkt smit kom upp á Landspítala. Alls hafa tveir greinst utan sóttkvíar á síðustu dögum.

Upplýsingafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 

Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Málið er litið alvarlegum augum. Gengið er út frá því að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×