Tvö innanlandssmit komu upp um helgina og er grunur um að þau megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala og hefur deild á spítalanum verið lokað vegna smitsins.
Boðað var til upplýsingafundar í dag vegna smitanna þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði mögulegt að hópsmit væri í upplýsingu. Gengið er út frá því að hin smituðu séu með breska afbrigðið, sem er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.
„Það verður fylgst vel með þróun mála næstu daga og allt er gert til að ná utan um þetta smit,“ segir Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Landsmenn þekki leiðina til árangurs.
„Svo er bara að gera það sem við höfum sýnt að skilar árangri; fylgjum reglunum um fjöldatakmarkanir og fjarlægðir og grímunotkun, þvoum okkur um hendur og sprittum okkur - fyrir okkur öll.“