Serena Williams hrósar Meghan Markle fyrir viðtalið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:00 Vinkonurnar Meghan Markle og Serena Williams á góðri stund. getty/Kevin Mazur Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, á hauk í horni í tennisstjörnunni Serenu Williams. Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu. Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu.
Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira