Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti.
Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi.
Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum.
For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK
— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021
Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum.
Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins.
Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included:
— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021
1. Faldo
2. Norman
3. Langer
22. Seve
28. Tom Watson
57. Craig Stadler
67. David Feherty
75. John Daly
(cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO
Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur.
Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu.