Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira