Fjórði dómarinn hló að samskiptum Mourinho og Bale Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2021 07:00 Mourinho og Bale í leiknum umrædda. Fjórði dómarinn, Marriner, sést skrifa niður hægra megin í myndinni. Julian Finney/Getty Images Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að hann og vængmaðurinn Gareth Bale séu í góðum samskiptum þessar vikurnar. Þeir velji saman leikina sem Bale er klár í að spila og hvaða leiki hann þurfi frí í. Bale byrjaði ekki vel í endurkomunni til Tottenham en hann var lánaður til félagsins í september. Hann var reglulega á bekknum hjá Tottenham en síðustu vikurnar hefur Walesverjinn staðið sig vel. „Ég vil gjarnan að hann haldi áfram að standa sig vel en ég verð að passa upp á hann. Samskipti okkar eru góð og ég held að hann treysti mér. Núna veljum við saman hvernig við gerum þetta,“ sagði Portúgalinn um þær mínútur sem Bale gæti spilað. „Í leiknum gegn Crystal Palace þá hló fjórða dómarinn Andre Marriner því við vorum að taka ákvörðunina saman,“ sagði Mourinho en Bale var reglulegur gestur á hliðarlínunni hjá Mourinho. „Ég spurði hann: Tíu mínútur? Tuttugu mínútur? Hann er að spila vel. Samband okkar er mjög gott. Ég vildi óska þess að hann gæti spilað níutíu mínútur í hverjum leik en hann getur það ekki.“ Bale hefur einungis einu sinni á leiktíðinni spilað allar níutíu mínúturnar, eftir að hann snéri aftur til Tottenham, að láni. Hann hefur allt í allt spilað 22 leiki á leiktíðinni. Tottenham spilar í kvöld við Dinamo Zagreb í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hefst leikurinn klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 🗣 "Andre Marriner was laughing at us, my conversation with Gareth during the match, we were looking and saying 'how many more? 5 minutes, 10 minutes?" 🤣Jose Mourinho says fourth official Andre Marriner was laughing at him & Gareth Bale asking about the time left in the match pic.twitter.com/q0CLPRoUzu— Football Daily (@footballdaily) March 10, 2021 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Bale byrjaði ekki vel í endurkomunni til Tottenham en hann var lánaður til félagsins í september. Hann var reglulega á bekknum hjá Tottenham en síðustu vikurnar hefur Walesverjinn staðið sig vel. „Ég vil gjarnan að hann haldi áfram að standa sig vel en ég verð að passa upp á hann. Samskipti okkar eru góð og ég held að hann treysti mér. Núna veljum við saman hvernig við gerum þetta,“ sagði Portúgalinn um þær mínútur sem Bale gæti spilað. „Í leiknum gegn Crystal Palace þá hló fjórða dómarinn Andre Marriner því við vorum að taka ákvörðunina saman,“ sagði Mourinho en Bale var reglulegur gestur á hliðarlínunni hjá Mourinho. „Ég spurði hann: Tíu mínútur? Tuttugu mínútur? Hann er að spila vel. Samband okkar er mjög gott. Ég vildi óska þess að hann gæti spilað níutíu mínútur í hverjum leik en hann getur það ekki.“ Bale hefur einungis einu sinni á leiktíðinni spilað allar níutíu mínúturnar, eftir að hann snéri aftur til Tottenham, að láni. Hann hefur allt í allt spilað 22 leiki á leiktíðinni. Tottenham spilar í kvöld við Dinamo Zagreb í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hefst leikurinn klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 🗣 "Andre Marriner was laughing at us, my conversation with Gareth during the match, we were looking and saying 'how many more? 5 minutes, 10 minutes?" 🤣Jose Mourinho says fourth official Andre Marriner was laughing at him & Gareth Bale asking about the time left in the match pic.twitter.com/q0CLPRoUzu— Football Daily (@footballdaily) March 10, 2021
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira