Enski boltinn

Gylfi og félagar fá aukna öryggisgæslu eftir innbrotið hjá markverði Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Everton er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Everton er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Shaun Botterill

Enska úrvalsdeildarliðið Everton ætlar að bjóða leikmönnum sínum aukna öryggisgæslu eftir að brotist var inn til markvarðarins Robins Olsen.

Þjófar vopnaðir sveðjum brutust inn til Olsens um helgina og ógnuðu fjölskyldu hans. Þeir höfðu á brot ýmis verðmæti.

Samherjum Olsens var eðlilega brugðið er hann sagði þeim frá innbrotinu og Everton hefur nú boðið þeim upp á aukna öryggisgæslu. 

Í febrúar var brotist inn á heimili Carlos Ancelotti, knattspyrnustjóra Everton. Dóttir hans var heima þegar innbrotið átti sér stað.

Í kjölfar þessarar innbrotahrinu hefur leikmönnum sem búa í norðvesturhluta Englands að aukin hætta sé á að brotist verði inn til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×