Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 14:12 TIl stendur að halda söngvakeppnina í Rotterdam í Hollandi í maí. Spurning er hvort að Hvíta-Rússland fái að senda fulltrúa þangað. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því. Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því.
Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira