Matraðarbyrjun McIlroys: Setti boltann tvisvar í vatnið á sömu holu og fékk fjórfaldan skolla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 11:01 Rory McIlroy hefur aldrei leikið verr á einni holu en á þeirri átjándu á Players meistaramótinu í gær. getty/Ben Jared Ekkert verður af því að Rory McIlroy verji titil sinn á Players meistaramótinu í golfi eftir martraðarbyrjun hans á mótinu í gær. McIlroy lék á sjö höggum yfir pari og er í 139. sæti mótsins. Hann er fjórtán höggum á eftir efsta manni, Sergio García. Hann byrjaði á því að fá skramba á tíundu holu en það var hátíð miðað við spilamennskuna á átjándu holunni. Þar setti McIlroy boltann tvisvar út í vatn og fékk fjórfaldan skolla. Það er versta skor hans á einni holu á ferlinum á PGA-mótaröðinni. The champ is down. Rory McIlroy makes a quadruple bogey on No. 18. pic.twitter.com/dIfMf72WxG— PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2021 McIlroy lék fyrri níu holurnar á sjö höggum yfir pari. Hann hefur aldrei leikið verr á fyrri níu á PGA-mótaröðinni. McIlroy náði sér betur á strik á seinni níu holunum og lék þær á pari. Hann endaði samt á sjö höggum yfir pari sem er versti árangur ríkjandi meistara á fyrsta hring Players síðan 1988. Keppni á Players meistaramótinu heldur áfram í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy lék á sjö höggum yfir pari og er í 139. sæti mótsins. Hann er fjórtán höggum á eftir efsta manni, Sergio García. Hann byrjaði á því að fá skramba á tíundu holu en það var hátíð miðað við spilamennskuna á átjándu holunni. Þar setti McIlroy boltann tvisvar út í vatn og fékk fjórfaldan skolla. Það er versta skor hans á einni holu á ferlinum á PGA-mótaröðinni. The champ is down. Rory McIlroy makes a quadruple bogey on No. 18. pic.twitter.com/dIfMf72WxG— PGA TOUR (@PGATOUR) March 11, 2021 McIlroy lék fyrri níu holurnar á sjö höggum yfir pari. Hann hefur aldrei leikið verr á fyrri níu á PGA-mótaröðinni. McIlroy náði sér betur á strik á seinni níu holunum og lék þær á pari. Hann endaði samt á sjö höggum yfir pari sem er versti árangur ríkjandi meistara á fyrsta hring Players síðan 1988. Keppni á Players meistaramótinu heldur áfram í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti