Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. mars 2021 20:08 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54
Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00
Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30