Kristján Þór ekki í framboð aftur Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór hefur setið á þingi frá 2007 og verið ráðherra frá árinu 2013, fyrst sem heilbrigðisráðherra, síðan menntamálaráðherra og nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í viðtalinu segir Kristján Þór að hann ætli ekki að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum og að hann verði áfram virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó að hann verði ekki lengur í forystuhlutverki eftir þetta kjörtímabil. „Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir hann við blaðið. Kristján Þór hefur legið undir þó nokkurri gagnrýni á þessu kjörtímabili vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans vegna þess. Þegar Samherji var sakaður um að hafa mútað ráðamönnum í Namibíu til að tryggja sér kvóta árið 2019 sagði Kristján Þór sig frá því að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þá hafði komið í ljós að hann hafði verið kynntur fyrir sumum þeirra sem voru sakaðir um mútuþægni á skrifstofum Samherja árið 2014. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fór með málin í hans stað. Sem landbúnaðarráðherra olli Kristján Þór einnig nokkrum úlfaþyt með ummælum sínum á Alþingi um að það að vera sauðfjárbóndi væri lífsstíll í október. Landssamtök sauðfjárbænda voru á meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherrann harðlega vegna ummælanna og sökuðu hann um að vera ekki upplýstan um stöðu greinarinnar. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 fyrr á þessu ári reyndist Kristján Þór afgerandi óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Aðeins níu prósent svarenda sögðust ánægð með störf hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira