Strákur í Sveinungsvík ætlar að verða bóndi og harmonikkuleikari Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2021 07:35 Heimir Sigurpáll Árnason, þrettán ára bóndasonur í Sveinungsvík. Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar rekur Árni Gunnarsson 550 kinda sauðfjárbú ásamt vélaútgerð. Árni tók við búskapnum af foreldrum sínum fyrir áratug og er fjórði ættliðurinn á jörðinni. Sonur hans segist ákveðinn í að verða sá fimmti. Þegar við rennum í hlað eru Árni og þrettán ára gamall sonur hans, Heimir Sigurpáll, að saga stærðarinnar rekaviðardrumb niður í borðvið. Í gegnum aldirnar þótti Sveinungsvík með verðmætari jörðum vegna alls rekans sem barst hingað á fjörur norðan úr höfum alla leið frá Síberíu. Sveinungsvík er í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar.Arnar Halldórsson Sveinungsvík er meðal þeirra jarða sem heimsóttar eru í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fjallað er um mannlíf fyrr og nú í víkunum í Svalbarðshreppi við vestanverðan Þistilfjörð. Árni er fráskilinn en sonurinn býr bæði hér og hjá móður sinni á Akureyri. Feðgarnir segja okkur frá búskapnum í Sveinungsvík og pabbinn frá jeppasportinu. Sonurinn Heimir leikur fyrir okkur á harmonikku og okkur þykir hann ágætlega fær miðað við að hann er nýbyrjaður í námi á hljóðfærið. Strákurinn segist raunar ekki vera nútímamaður heldur fremur nítjándu- eða átjándualdar maður og alltaf hafa dáðst að torfbæjum. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll.Arnar Halldórsson „Aðrir hafa playstation og tölvu en ég hamar og nagla,“ segir hann eftir að hafa gengið með okkur um sveitabæinn sem hann er búinn að smíða. Hann velkist ekki í vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. „Bóndi og harmonikkuleikari,“ er svarið. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum: Um land allt Landbúnaður Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Þegar við rennum í hlað eru Árni og þrettán ára gamall sonur hans, Heimir Sigurpáll, að saga stærðarinnar rekaviðardrumb niður í borðvið. Í gegnum aldirnar þótti Sveinungsvík með verðmætari jörðum vegna alls rekans sem barst hingað á fjörur norðan úr höfum alla leið frá Síberíu. Sveinungsvík er í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar.Arnar Halldórsson Sveinungsvík er meðal þeirra jarða sem heimsóttar eru í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fjallað er um mannlíf fyrr og nú í víkunum í Svalbarðshreppi við vestanverðan Þistilfjörð. Árni er fráskilinn en sonurinn býr bæði hér og hjá móður sinni á Akureyri. Feðgarnir segja okkur frá búskapnum í Sveinungsvík og pabbinn frá jeppasportinu. Sonurinn Heimir leikur fyrir okkur á harmonikku og okkur þykir hann ágætlega fær miðað við að hann er nýbyrjaður í námi á hljóðfærið. Strákurinn segist raunar ekki vera nútímamaður heldur fremur nítjándu- eða átjándualdar maður og alltaf hafa dáðst að torfbæjum. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll.Arnar Halldórsson „Aðrir hafa playstation og tölvu en ég hamar og nagla,“ segir hann eftir að hafa gengið með okkur um sveitabæinn sem hann er búinn að smíða. Hann velkist ekki í vafa um hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. „Bóndi og harmonikkuleikari,“ er svarið. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið úr þættinum:
Um land allt Landbúnaður Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55 Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. 7. mars 2021 20:55
Á þessum bæ átti rekaviður stóran þátt í lífsafkomunni Gamlar eyðijarðar geyma merkilegar minjar um horfna búskaparhætti, sem afkomendur síðustu bænda hlúa að. Þannig má víða á strandjörðum norðaustanlands vel sjá hvað nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólksins. 8. mars 2021 23:04