Hjörvar Steinn mætti Hannesi Hlífari Stefánssyni í úrslitaeinvígi Íslandsbikarsins. Síðari skák þeirra fór fram í dag og tryggði Hjörvar Steinn sér sigur á mótinu með sigri þar.
Alls vann Hjörvar fimm af þeim sex kappskákum sem hann tefldi á mótinu. Þá vann hann báðar atskákir sínar.
Nánar má lesa um mótið inn á Skák.is.
Næst á dagskrá er Íslandsmótið í skák þann 29. mars. Sjö af átta keppendum Íslandsbikarsins eru skráðir til leiks á Íslandsmótinu.