Justin Thomas bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 23:01 Justin Thomas með bikarinn fræga. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Justin Thomas gerði sér lítið fyrir og landaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Hann nýtti sér slæman lokahring Lee Westwood og stal sigrinum. Aðeins munaði einu höggi, Thomas á 14 undir pari en Westwood á 13 undir pari. Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira