Justin Thomas bar sigur úr býtum á Players-meistaramótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 23:01 Justin Thomas með bikarinn fræga. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Justin Thomas gerði sér lítið fyrir og landaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Hann nýtti sér slæman lokahring Lee Westwood og stal sigrinum. Aðeins munaði einu höggi, Thomas á 14 undir pari en Westwood á 13 undir pari. Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það. Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Westwood var í forystu fyrir lokahring mótsins sem fram fór í dag. Hann hafði leikið einstaklega vel en fataðist flugið á síðasta hring. Westwood lék hring dagsins á pari sem gerði það að verkum að Thomas náði að tryggja sér sigurinn með því að spila á fjórum höggum undir pari í dag. Thomas landaði þar með ótrúlegum sigri en Westwood var með góða forystu fyrir lokahring mótsins. Westwood þurfti því að láta sér nægja annað sæti en í þriðja sæti voru þeir Brian Harman og Bryson DeChambeau á tólf höggum undir pari. What a weekend.What a Champion.pic.twitter.com/czVcy47XSj— THE PLAYERS (@THEPLAYERSChamp) March 14, 2021 Thomas var klökkur í viðtali að móti loknu en afi hans féll frá fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég vildi óska þess að ég gæti talað við hann en ég veit að hann var að horfa,“ sagði Thomas með tárin í augunum í viðtali eftir að sigurinn var kominn í hús. Eins og áður sagði var sigur Thomas í dag ótrúlegur en aldrei hefur kylfingur unnið Players-mótið á jafn fáum höggum og Thomas gerði um helgina. Þá var hann að vinna sitt 14. mót á PGA-mótaröðinni. Thomas er fjórði kylfingurinn sem nær þeim áfanga fyrir 28 ára afmæli sitt. Hinir þrír eru Jack Nicklaus, Johnny Miler og Tiger Woods. Ekki amalegur félagsskapur það.
Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira