Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Bjarki Eiríksson skrifar 16. mars 2021 09:01 Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Bjarki Eiríksson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun