Dramatískt faðmlag í lok æfingarinnar hjá Anníe Mist: Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 09:10 Anníe Mist Þórisdóttir hefur hafið keppni í CrossFit á ný en fyrsti hlutinn á The Open kallaði ekki síst á miklar tilfinningar. Instgram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var létt eftir að hafa lokið keppni í fyrsta hluta The Open en hún hefur með því formlega byrjað aftur í CrossFit íþróttinni eftir barnsburðarleyfi. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira