Gauti vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2021 07:53 Gauti Jóhannesson var um árabil sveitarstjóri Djúpavogshrepps áður en til sameiningar kom. Hann hefur gegnt embætti forseta sveitarstjórnar Múlaþings síðustu mánuði. Aðsend Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24