„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 12:01 Israel Martin hefur stýrt Tindastóli og Haukum hér á landi. Hann hefur gert lið að bikarmeistara bæði í Danmörku og á Íslandi. vísir/hulda margrét „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. Israel fékk að vita það um miðjan dag í gær að hann yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs Hauka. Liðið missti þrjá íslenska máttarstólpa fyrir tímabilið og hefur tvívegis þurft að skipta um bandarískan leikmann, vegna kórónuveirufaraldursins og meiðsla, og er á botni Dominos-deildarinnar. Þar vill Israel starfa áfram en þessi 46 ára Spánverji, sem einnig hefur þjálfað Tindastól og U20-landslið karla hér á landi, hefur komið sér vel fyrir á Íslnadi með fjölskyldu sinni. Þau Cristin Alves, atvinnukona í blaki til 17 ára sem lék síðast með Þrótti R., eiga strákana Gabriel sem er 6 ára og Axel sem er 2 ára. Kominn á markaðinn og tilbúinn að funda með íslenskum félögum „Ég vil fá að nýta tækifærið til að þakka Haukum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig og mína fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Ég er auðvitað dapur yfir því að hafa ekki getað hjálpað félaginu að ná sínum markmiðum en á sama tíma skil ég ákvörðunina. Núna vil ég bara læra af þessu og verða betri þjálfari fyrir næstu leiktíð. Ég mun horfa á eins marga leiki og ég get í Dominos-deildinni því þar vil ég þjálfa áfram. Núna er ég kominn á markaðinn og er tilbúinn að setjast niður með þeim félögum sem gætu haft áhuga á mér fyrir næstu leiktíð,“ segir Israel við Vísi. „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér hef ég búið í sjö ár með konunni minni. Við höfum ákveðið að búa hér til frambúðar og ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi. Ég er þakklátur körfuboltasamfélaginu fyrir hvað það hefur tekið mér vel, og leyft mér að vera hluti af íslenska körfuboltanum, til að mynda með því að þjálfa yngri landslið. Ég sé fyrir mér að búa hér það sem eftir er ævinnar og er tilbúinn í næstu áskorun,“ segir Israel. Israel Martin lifir sig hér vel inn í leikhlésræðu. Haukar unnu aðeins þrjá sigra undir hans stjórn í vetur en töpuðu ellefu leikjum.vísir/vilhelm Israel tók við Haukum sumarið 2019 og hafði áður meðal annars stýrt Tindastóli til fyrsta stóra titilsins í sögu félagsins, bikarmeistaratitilsins árið 2018. Svakalegt fyrir félagið að missa þríeykið Í fyrra voru Haukar í 6. sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af. Þeir misstu svo máttarastólpa úr sínu liði, þá Kára Jónsson, Hjálmar Stefánsson og fyrirliðann Hauk Óskarsson, fyrir yfirstandandi tímabil. „Það var auðvitað svakalegt fyrir félagið að missa þá þrjá. Kári er einn besti leikmaður deildarinnar, Hjálmar einn besti varnarmaðurinn og Haukur er stórt nafn og leiðtogi í liðinu. En svona er lífið. Við lögðum hart að okkur til að bregðast við þessu og tel okkur hafa búið til traustan, samkeppnishæfan hóp. Ef að Earvin Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali núna. Það er ég viss um,“ segir Israel. Morris var nákvæmlega það sem við þurftum Morris var annar Bandaríkjamaðurinn sem Haukar fengu í vetur en hann náði ekkert að spila þar sem hann meiddist á æfingu. Í síðustu fjórum leikjum hafa Jalen Jackson og Argentínumaðurinn Pablo Bertone leikið með liðinu en Israel segir Hauka einfaldlega hafa þurft að fá slíka atvinnumenn í sitt lið fyrr. „Morris var nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem við þurftum. Frábær í búningsklefanum, góður leikmaður sem hefði getað hlaðið í 30-40 stig í sumum leikjum. Hann meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn Njarðvík. Við spiluðum of lengi án erlendra leikmanna, sérstaklega á þessu tímabili þegar við sjáum lið með 4-6 atvinnumenn í sínum liðum. Það leið of langur tími áður en við brugðumst við þessu en við reyndum að gera það með því að fá Pablo og Jalen. Við sáum miklar framfarir en það vantaði stöðugleika, annað hvort vorum við mjög góðir eða mjög lélegir, og ég ber eins og aðrir ábyrgð á því,“ segir Israel. Ingvi er góður strákur og sendi mér skilaboð Hann tók sjálfur þá ákvörðun að leyfa Ingva Þór Guðmundssyni að fara í febrúar frá félaginu, til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur blómstrað. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd. „Ég er mjög náinn Ingva enda þjálfaði ég hann í U20-landsliðinu. Ég fundaði með honum og sagði honum að hlutverk hans í liðinu myndi minnka, því við værum að styrkja okkur í hans stöðu. Ég vildi bjóða honum að fara til annars liðs þar sem hann gæti spilað meira og sýnt hvaða hæfileika hann hefur. Ég er mjög glaður yfir því að hann skyldi fara til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur fengið að gera einmitt það og spilað virkilega vel. Hann er góður strákur og sendi mér skilaboð í gærkvöldi [eftir brottreksturinn],“ segir Israel. Það er ljóst að þjálfarinn ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn og hann mun fylgjast vel með gengi Hauka sem eru með sex stig eftir 14 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti. „Ég vona innilega að þessi ákvörðun stjórnarinnar um að skipta um þjálfara muni hjálpa Haukum, liðið smelli og vinni eins marga leiki og hægt er, og haldi sér í Dominos-deildinni.“ Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Israel fékk að vita það um miðjan dag í gær að hann yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs Hauka. Liðið missti þrjá íslenska máttarstólpa fyrir tímabilið og hefur tvívegis þurft að skipta um bandarískan leikmann, vegna kórónuveirufaraldursins og meiðsla, og er á botni Dominos-deildarinnar. Þar vill Israel starfa áfram en þessi 46 ára Spánverji, sem einnig hefur þjálfað Tindastól og U20-landslið karla hér á landi, hefur komið sér vel fyrir á Íslnadi með fjölskyldu sinni. Þau Cristin Alves, atvinnukona í blaki til 17 ára sem lék síðast með Þrótti R., eiga strákana Gabriel sem er 6 ára og Axel sem er 2 ára. Kominn á markaðinn og tilbúinn að funda með íslenskum félögum „Ég vil fá að nýta tækifærið til að þakka Haukum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig og mína fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Ég er auðvitað dapur yfir því að hafa ekki getað hjálpað félaginu að ná sínum markmiðum en á sama tíma skil ég ákvörðunina. Núna vil ég bara læra af þessu og verða betri þjálfari fyrir næstu leiktíð. Ég mun horfa á eins marga leiki og ég get í Dominos-deildinni því þar vil ég þjálfa áfram. Núna er ég kominn á markaðinn og er tilbúinn að setjast niður með þeim félögum sem gætu haft áhuga á mér fyrir næstu leiktíð,“ segir Israel við Vísi. „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér hef ég búið í sjö ár með konunni minni. Við höfum ákveðið að búa hér til frambúðar og ég vil halda áfram að þjálfa á Íslandi. Ég er þakklátur körfuboltasamfélaginu fyrir hvað það hefur tekið mér vel, og leyft mér að vera hluti af íslenska körfuboltanum, til að mynda með því að þjálfa yngri landslið. Ég sé fyrir mér að búa hér það sem eftir er ævinnar og er tilbúinn í næstu áskorun,“ segir Israel. Israel Martin lifir sig hér vel inn í leikhlésræðu. Haukar unnu aðeins þrjá sigra undir hans stjórn í vetur en töpuðu ellefu leikjum.vísir/vilhelm Israel tók við Haukum sumarið 2019 og hafði áður meðal annars stýrt Tindastóli til fyrsta stóra titilsins í sögu félagsins, bikarmeistaratitilsins árið 2018. Svakalegt fyrir félagið að missa þríeykið Í fyrra voru Haukar í 6. sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af. Þeir misstu svo máttarastólpa úr sínu liði, þá Kára Jónsson, Hjálmar Stefánsson og fyrirliðann Hauk Óskarsson, fyrir yfirstandandi tímabil. „Það var auðvitað svakalegt fyrir félagið að missa þá þrjá. Kári er einn besti leikmaður deildarinnar, Hjálmar einn besti varnarmaðurinn og Haukur er stórt nafn og leiðtogi í liðinu. En svona er lífið. Við lögðum hart að okkur til að bregðast við þessu og tel okkur hafa búið til traustan, samkeppnishæfan hóp. Ef að Earvin Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali núna. Það er ég viss um,“ segir Israel. Morris var nákvæmlega það sem við þurftum Morris var annar Bandaríkjamaðurinn sem Haukar fengu í vetur en hann náði ekkert að spila þar sem hann meiddist á æfingu. Í síðustu fjórum leikjum hafa Jalen Jackson og Argentínumaðurinn Pablo Bertone leikið með liðinu en Israel segir Hauka einfaldlega hafa þurft að fá slíka atvinnumenn í sitt lið fyrr. „Morris var nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem við þurftum. Frábær í búningsklefanum, góður leikmaður sem hefði getað hlaðið í 30-40 stig í sumum leikjum. Hann meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn Njarðvík. Við spiluðum of lengi án erlendra leikmanna, sérstaklega á þessu tímabili þegar við sjáum lið með 4-6 atvinnumenn í sínum liðum. Það leið of langur tími áður en við brugðumst við þessu en við reyndum að gera það með því að fá Pablo og Jalen. Við sáum miklar framfarir en það vantaði stöðugleika, annað hvort vorum við mjög góðir eða mjög lélegir, og ég ber eins og aðrir ábyrgð á því,“ segir Israel. Ingvi er góður strákur og sendi mér skilaboð Hann tók sjálfur þá ákvörðun að leyfa Ingva Þór Guðmundssyni að fara í febrúar frá félaginu, til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur blómstrað. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd. „Ég er mjög náinn Ingva enda þjálfaði ég hann í U20-landsliðinu. Ég fundaði með honum og sagði honum að hlutverk hans í liðinu myndi minnka, því við værum að styrkja okkur í hans stöðu. Ég vildi bjóða honum að fara til annars liðs þar sem hann gæti spilað meira og sýnt hvaða hæfileika hann hefur. Ég er mjög glaður yfir því að hann skyldi fara til Þórs á Akureyri þar sem hann hefur fengið að gera einmitt það og spilað virkilega vel. Hann er góður strákur og sendi mér skilaboð í gærkvöldi [eftir brottreksturinn],“ segir Israel. Það er ljóst að þjálfarinn ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn og hann mun fylgjast vel með gengi Hauka sem eru með sex stig eftir 14 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti. „Ég vona innilega að þessi ákvörðun stjórnarinnar um að skipta um þjálfara muni hjálpa Haukum, liðið smelli og vinni eins marga leiki og hægt er, og haldi sér í Dominos-deildinni.“
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira