Enski boltinn

Man. Utd vill ráða útsendara sem finnur efnilega sex ára stráka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungur stuðningsmaður Manchester United liðsins fyrir utan Old Trafford leikvanginn.
Ungur stuðningsmaður Manchester United liðsins fyrir utan Old Trafford leikvanginn. EPA-EFE/NIGEL RODDIS

Nýtt starf hefur verið auglýst hjá Manchester United en þar á bæ vilja menn finna framtíðarleikmenn snemma.

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United vill finna unga knattspyrnustráka í Manchester og nágrenni og það þegar þeir eru nýbyrjaðir í skóla.

Manchester United er núna að leita að útsendara sem mun leita uppi efnilega knattspyrnustráka á Manchester svæðinu á aldrinum sex til átta ára. Þetta má sjá á nýrri auglýsingu um starfið. ESPN segir frá.

Sá sem verður ráðinn í þetta nýja starf mun fá þá verkefni að fylgjast með og halda utan um lista af ungum leikmönnum sem þykja nógu góður fyrir akademíu Manchester United.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þá mega félög skrá leikmenn níu ára og yngri.

Manchester United hefur verið með strák úr akademíu sinni í leikmannahópi sínum í fjögur þúsund leikjum í röð. Miðjumaðurinn Scott McTominay kom sem dæmi til félagsins þegar hann var fimm ára gamall.

Ole Gunnar Solskjær vill nota unga leikmenn og hefur verið að yngja upp leikmannahópinn á síðustu árum. Hann fylgir þar venjunni á Old Trafford að fá inn leikmenn úr unglingastarfi félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×