Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2021 12:41 Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“ Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“
Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira