Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 14:36 ÍON-hótelið við Nesjavelli. Vísir/Egill Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43