Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 14:36 ÍON-hótelið við Nesjavelli. Vísir/Egill Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43