Þátttaka í ákvarðanatöku og á opinberum vettvangi meginþema CSW-fundar Heimsljós 19. mars 2021 12:41 Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag. Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir taka þátt í fundinum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra áréttaði mikilvægi jafnar þátttöku kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi í hringborðsumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag og stendur hann til 26. mars næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer hann að þessu sinni að mestu fram í fjarfundarformi. Meginþemað er þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í hringborðsumræðum ráðherra á opnunardegi fundarins fyrr í vikunni um leiðir til að auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hann lagði áherslu á að jöfn þátttaka kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi væri mikilvæg opnu samfélagi þar sem vel ígrunduð ákvarðanataka taki mið af reynslu og sjónarmiðum kvenna og karla. „Við verðum að hafa í huga að jafnrétti kynjanna er til hagsbóta fyrir alla og leiðir til aukinnar hagsældar fyrir samfélagið í heild,“ sagði ráðherra í máli sínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn í gær og vakti í ræðu sinni sérstaka athygli á mikilvægi þess að standa vörð um framfarir og áunna sigra á sviði jafnréttismála. Á heimsvísu eru konur um fjórðungur kjörinna fulltrúa og eru einnig í minnihluta við stjórn atvinnulífsins. Orsakir þessa eru margþættar en sjónarmið jafnréttis við ákvarðanatöku haldast í hendur við þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. UN Women leggur ríka áherslu á valdeflingu kvenna og vinnur með ríkjum að stefnumótun og lagabreytingum og stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu. UN Women er jafnframt ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Fundur kvennanefndarinnar er nú haldinn í 65. sinn. Í tengslum við fundinn er haldin ráðstefna sem telst í venjulegu árferði til fjölsóttustu viðburða Sameinuðu þjóðanna. Viðburðir í almennri dagskrá eru á þriðja hundrað en samhliða henni standa frjáls félagasamtök fyrir viðburðum í sérstakri dagskrá. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á fót árið 1946 sem ein af undirnefndum efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um eflingu borgara-, stjórnmála- og félagslegra réttinda kvenna. Nefndin telst í dag vera einn helsti vettvangur milliríkjasamstarfs í heiminum sem beinir sjónum að kynjajafnrétti og bættri stöðu kvenna og sitja 45 ríki í stjórn nefndarinnar hverju sinni. UN Women starfar í umboði kvennanefndarinnar og fer með stjórnsýslu hennar. Erindi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra má lesa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra áréttaði mikilvægi jafnar þátttöku kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi í hringborðsumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir. Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag og stendur hann til 26. mars næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer hann að þessu sinni að mestu fram í fjarfundarformi. Meginþemað er þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í hringborðsumræðum ráðherra á opnunardegi fundarins fyrr í vikunni um leiðir til að auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hann lagði áherslu á að jöfn þátttaka kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi væri mikilvæg opnu samfélagi þar sem vel ígrunduð ákvarðanataka taki mið af reynslu og sjónarmiðum kvenna og karla. „Við verðum að hafa í huga að jafnrétti kynjanna er til hagsbóta fyrir alla og leiðir til aukinnar hagsældar fyrir samfélagið í heild,“ sagði ráðherra í máli sínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn í gær og vakti í ræðu sinni sérstaka athygli á mikilvægi þess að standa vörð um framfarir og áunna sigra á sviði jafnréttismála. Á heimsvísu eru konur um fjórðungur kjörinna fulltrúa og eru einnig í minnihluta við stjórn atvinnulífsins. Orsakir þessa eru margþættar en sjónarmið jafnréttis við ákvarðanatöku haldast í hendur við þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. UN Women leggur ríka áherslu á valdeflingu kvenna og vinnur með ríkjum að stefnumótun og lagabreytingum og stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu. UN Women er jafnframt ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Fundur kvennanefndarinnar er nú haldinn í 65. sinn. Í tengslum við fundinn er haldin ráðstefna sem telst í venjulegu árferði til fjölsóttustu viðburða Sameinuðu þjóðanna. Viðburðir í almennri dagskrá eru á þriðja hundrað en samhliða henni standa frjáls félagasamtök fyrir viðburðum í sérstakri dagskrá. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á fót árið 1946 sem ein af undirnefndum efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um eflingu borgara-, stjórnmála- og félagslegra réttinda kvenna. Nefndin telst í dag vera einn helsti vettvangur milliríkjasamstarfs í heiminum sem beinir sjónum að kynjajafnrétti og bættri stöðu kvenna og sitja 45 ríki í stjórn nefndarinnar hverju sinni. UN Women starfar í umboði kvennanefndarinnar og fer með stjórnsýslu hennar. Erindi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra má lesa hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent