Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson nær andanum eftir maraþon dagsins. Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. „Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“ Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“
Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10