NBA dagsins: Chris Paul komst í fámennan klúbb með hollí hú sendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Chris Paul fékk flottar móttökur eftir að hann gaf stoðsendingu númer tíu þúsund. AP/Rick Scuteri Chris Paul varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að gefa tíu þúsund stoðsendingar en því náði hann í leik með Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers. „Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021) NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021)
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira