„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2021 07:02 Rúrik Gíslason hefur gjörsamlega farið á kostum í þáttunum. @marinó flóvent/Instagram-síða Rúriks „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“ Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“
Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira