ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:10 Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræðir við fjölmiðla fyrir fund utanríkisráðherra sambandsins í Brussel, mánudaginn 22. mars 2021. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins. Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins.
Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15