Gerrard er samningsbundinn Rangers til ársins 2024 en Kuyt og Gerrard léku saman hjá Liverpool. Sá hollenski segir að fyrrum fyrirliðinn á Anfield muni fara langt sem stjóri og einn daginn muni hann þjálfa ensku meistarana og uppeldisfélagið.
„Ég held að leiðtogahæfileikar hans muni fleyta honum langt sem stjóra. Ég held að það væri frábært ef hann myndi stýra Liverpool einn daginn. Hann er Liverpool maður í gegn og spilaði allan sinn feril á Anfield,“ sagði Kuyt.
„Ég hef alltaf náð vel saman með Gerrard og við tölum enn saman. Hann hefur sagt frábæra hluti um mig síðustu ár og við eigum í sérstöku sambandi. Hann þarf ekki að tala um mig en gerir það enn.“
Kuyt lagði skóna á hilluna sumarið 2017 en hann lék meðal annars með Feyenoord, Liverpool og Utrecht á sínum ferli. Hann hefur áhuga á að fara þjálfaraveginn.
„Ég hef áhugann á að verða stjóri og ég er að líta í kringum mig. Ef Gerrard vildi fá mig sem aðstoðarþjálfara sinn þá myndi ég gera það. Fallegasta augnablikið er þegar Steven fær starfið og getur kallað sig stjóra Liverpool,“ bætti Kuyt við.