„Víða herjað á störf blaðamanna“: Heimir Már býður sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 19:18 „Við þurfum líka að verja sjálfan tilverugrundvöll frjálsrar fjölmiðlunar sem ég man ekki eftir að þrengt hafi verið eins mikið að og á undanförnum árum í þá áratugi sem ég hef komið að starfi fjölmiðla,“ segir Heimir. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á ritstjórn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir almenna stöðu fjölmiðlunnar og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna ástæðu framboðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“ Fjölmiðlar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“
Fjölmiðlar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira