Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 20:40 Lárus er að gera góða hluti í Þorlákshöfn. vísir/hulda margrét Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. „Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sjá meira
„Vörnin hjá ÍR var bara mjög þétt og þeir þröngvuðu okkur í rosalega marga bolta en við töpuðum 24 töpuðum boltum. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið leikinn eftir að hafa tapað 24 boltum“, voru fyrstu viðbrögð Lárusar Jónssonar þegar hann var spurður að því hvað hefði skilað sigri Þórs frá Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld. Hann hélt áfram: „Mér fannst svo vörnin hjá okkur í fjórða leikhluta loka þessum leik þar sem við héldum þeim í 15 stigum. Svo fórum við að frákasta betur. Við vorum að ná sóknarfráköstum sem gáfu okkur annan séns og að endingu gaf það okkur slagkraft til að klára leikinn.“ Lárus var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af einhverju fyrir komandi leiki eftir að hafa séð sína menn í kvöld. „Já tapaðir boltar. Við þurfum að passa upp á boltann betur.“ Dómaranefnd hefur kært Adomas Drungilas, leikmann Þórs, fyrir atvik sem gerðist í leiknum á móti Stjörnunni í seinustu umferð. Þórsara fréttu af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og er óhætt að segja að Lárusi finnist vinnubrögðin skrýtin. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja.“ „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefur á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta. “ Lárus var þá næst spurður út í atvik sem gerðist í leiknum sem var að klárast en Zvonko Buljan braut mjög harkalega á Drungilas. Munu Þórsarar ræða við dómaranefndina um það atvik? „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig vinnubrögðin eru. Hvort dómararnir ákveða þetta sjálfir eða að nefndin skoði þetta. Það er bara ein leið fyrir aðila í Körfuboltakvöldi til að vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað fyrir. Hverjir eru það sem láta Körfuboltakvöld fá þessar upplýsingar? Það þurfa einhverjir að svara þessum spurningum.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 98-104| Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. 22. mars 2021 20:00