Fótbolti

Lovren entist aðeins í fimmtíu sekúndur í búrinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðureign Króatanna Dejans Lovren og Mirkos Filipovic var ójöfn.
Viðureign Króatanna Dejans Lovren og Mirkos Filipovic var ójöfn. instagram-síða dejans lovren

Dejan Lovren, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er betri í fótbolta en í blönduðum bardagalistum. Það kom bersýnilega í ljós á dögunum.

Um helgina birti Króatanum myndband á Instagram þar sem mætti landa sínum, fyrrverandi UFC-kappanum Mirko Filipovic, á „léttri æfingu“ í búrinu.

Lovren átti ekki mikla möguleika gegn hinum 46 ára Filipovic og eftir fimmtíu sekúndur neyddist hann til að gefast upp.

„Þvílíkt skrímsli sem þessi maður er ennþá. Þetta var mér sönn ánægja. Takk fyrir,“ skrifaði Lovren við myndbandið.

Filipovic, sem er jafnan kallaður Cro Cop, er talinn einn fremsti sparkboxari sögunnar. Hann vann 38 af 52 bardögum sínum í MMA og 26 af 34 bardögum sínum sem sparkboxari. Filipovic er fleira til lista lagt en hann sat eitt tímabil á króatíska þinginu.

Lovren leikur nú með Zenit í St. Pétursborg. Hann kom til liðsins frá Liverpool í fyrra. Hann lék 185 leiki fyrir Liverpool og vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu með liðinu.

Lovren og félagar hans í króatíska landsliðinu undirbúa sig nú fyrir fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM 2022. Lovren var í silfurliði Króatíu á HM í Rússlandi 2018.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×