Vorveiði leyndarmálið Karl Lúðvíksson skrifar 24. mars 2021 12:13 Það er nú einu sinni þannig að þeir sem eru að byrja í fluguveiði eyða oft miklum tíma í að klóra sig áfram og læra af reynslunni og það er mjög mikilvæg í ferlinu í fluguveiði. Það er nú einu sinni þannig að þeir sem eru að byrja í fluguveiði eyða oft miklum tíma í að klóra sig áfram og læra af reynslunni og það er mjög mikilvæg í ferlinu í fluguveiði. Að læra af reynslunni er líklega einhver besta tilfinning sem hver veiðimaður getur fundið og ánægjan af því að finna það út sjálfur hvað gefur vel er það sem gefur fluguveiðinni gildi. En það er líka oft gott að fá góð ráð og leita til þeirra sem eru hoknir af reynslu en það eru ekki allir jafn opnir fyrir því að deila sínum leyndarmálum með byrjendum eða öðrum og hefur hver líklega sína ástæðu fyrir því. Nú ætla ég ekki að deila einhverju sem flokkast undir ríkisleyndarmál en ekki er þetta á allra vitorði og kannski síst hjá þeim sem eru að byrja í fluguveiði. Það snýst um flugu sem allt of fáir held ég að setji undir í vorveiðinni og þá sérstaklega í sjóbirting. Þetta er ofureinföld hvít púpa. Það má hnýta til dæmis Héraeyra, Pheasant Tail og Taylor með öllu hvítu efni til að vera nokkuð nærri lagi en lykilatriðið er að púpan þarf að vera vel þyngd. Þetta er frábær fluga í sjóbirting á vorinn en hún veiðir best andstreymis á löngum taum og það þarf að veiða hana djúpt, sérstaklega ef það er bjart úti. Hún virðist gefa vel í öllu vatni og er suma daga eina flugan sem undirritaður og veiðifélagar hafa verið að taka fiska á. Við fyrstu sýn virðist þessi fluga ekkert sérstök en þú mátt alveg treysta því að hún er til í boxinu hjá þeim sem veiða vel á vorinn. Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði
Það er nú einu sinni þannig að þeir sem eru að byrja í fluguveiði eyða oft miklum tíma í að klóra sig áfram og læra af reynslunni og það er mjög mikilvæg í ferlinu í fluguveiði. Að læra af reynslunni er líklega einhver besta tilfinning sem hver veiðimaður getur fundið og ánægjan af því að finna það út sjálfur hvað gefur vel er það sem gefur fluguveiðinni gildi. En það er líka oft gott að fá góð ráð og leita til þeirra sem eru hoknir af reynslu en það eru ekki allir jafn opnir fyrir því að deila sínum leyndarmálum með byrjendum eða öðrum og hefur hver líklega sína ástæðu fyrir því. Nú ætla ég ekki að deila einhverju sem flokkast undir ríkisleyndarmál en ekki er þetta á allra vitorði og kannski síst hjá þeim sem eru að byrja í fluguveiði. Það snýst um flugu sem allt of fáir held ég að setji undir í vorveiðinni og þá sérstaklega í sjóbirting. Þetta er ofureinföld hvít púpa. Það má hnýta til dæmis Héraeyra, Pheasant Tail og Taylor með öllu hvítu efni til að vera nokkuð nærri lagi en lykilatriðið er að púpan þarf að vera vel þyngd. Þetta er frábær fluga í sjóbirting á vorinn en hún veiðir best andstreymis á löngum taum og það þarf að veiða hana djúpt, sérstaklega ef það er bjart úti. Hún virðist gefa vel í öllu vatni og er suma daga eina flugan sem undirritaður og veiðifélagar hafa verið að taka fiska á. Við fyrstu sýn virðist þessi fluga ekkert sérstök en þú mátt alveg treysta því að hún er til í boxinu hjá þeim sem veiða vel á vorinn.
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði