NBA dagsins: Harden landaði sigri án Durant og Irving og líka án þessa að hitta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 15:00 James Harden er búinn að taka yfir hjá Brooklyn Nets í fjarveru hinna stórstjarna liðsins. AP/Kathy Willens James Harden hélt uppi leik Brooklyn Nets í fjarveru stórstjarnanna Kevin Durant og Kyrie Irving. Það er óhætt að segja að Nets-liðið sé að breytast í liðið hans Harden. James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira