Sport

Aftur íþróttabann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Olís-deild karla í handbolta.
Úr leik í Olís-deild karla í handbolta. vísir/hulda margrét

Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land.

Þetta kom fram á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar og almannavarna í Hörpu í dag.

Meðal þeirra hertu aðgerða sem gripið verður til í þeirri viðleitni að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins er að setja bann á íþróttaiðkun. Á þar bæði við keppni og æfingar.

Keppni í íþróttum á Íslandi hófst að nýju 13. janúar, þegar 99 daga keppnisbanni lauk. Tvö hundruð áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttakappleikjum síðasta mánuðinn.

Um er að ræða sömu reglur og gripið var til að stöðva þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins og tóku gildi 30. október í fyrra.

Helstu breytingar eru sem hér segir:

Almenn fjöldatakmörkun miðar við tíu manns

Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum

Sund- og baðstaðir eru lokaðir, líkamsræktarstöðvar líka

Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar

Loka leikhúsum og bíóum

Skemmtistaðir, krár og spilakassar lokaðir

Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum

Verslanir mega taka á móti að hámarki 50 manns, færri í minni verslunum

Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega áfram starfa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×