Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:41 Rannsóknirnar náðu til fólks sem var lagt inn á sjúkrahús með Covid-19 á Bretlandi. Vísir/EPA Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira