Kerfisbreyting – betri vinnutími Sandra B. Franks skrifar 25. mars 2021 14:59 Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun