Jóna Þórey Pétursdóttir, fyrrverandi forseti SHÍ og ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu Þjóðunum á sviði mannréttinda, segir á Twitter að um stærsta kosningasigur í sögu SHÍ sé að ræða.
Röskva hlaut 16 af 17 fulltrúum í kosningum til @Studentarad rétt í þessu!!
— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) March 25, 2021
Stærsti kosningasigur í sögu SHÍ!!
Til hamingju @RoskvaRoskva ❤️
Kosningin fór fram á Uglu, innra vefsvæði Háskóla Íslands, og stóð yfir í gær og í dag. Kjörsókn var 26,46 prósent. Hér að neðan má sjá hvernig fulltrúar raðast.
Félagsvísindasvið:
1. Rebekka Karlsdóttir (Röskvu)
2. Erna Lea Bergsteinsdóttir (Röskvu)
3. Stefán Kári Ottósson (Röskvu)
4. Ellen Geirsdóttir Håkansson (Vöku)
5. Kjartan Ragnarsson (Röskvu)
Heilbrigðisvísindasvið:
1. Ingunn Rós Kristjánsdóttir (Röskvu)
2. Margrét Jóhannesdóttir (Röskvu)
3. Kristján Guðmundsson (Röskvu)
Hugvísindasvið:
1. Jóna Gréta Hilmarsdóttir (Röskvu)
2. Anna María Björnsdóttir (Röskvu)
3. Sigurður Karl Pétursson (Röskvu)
Menntavísindasvið:
1. Rósa Halldórsdóttir (Röskvu)
2. Rannveig Klara Guðmundsdóttir (Röskvu)
3. Erlingur Sigvaldason (Röskvu)
Verkfræði- og náttúruvísindasvið:
1. Ingvar Þóroddsson (Röskvu)
2. Inga Huld Ármann (Röskvu)
3. Helena Gylfadóttir (Röskvu)