Portúgal glutraði niður tveggja marka for­ystu og jafnt hjá Belgum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku var á skotskónum í kvöld.
Lukaku var á skotskónum í kvöld. Jorge Luis Alvares Pupo/Getty

Belgía gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti Tékklandi á útivelli í annarri umferð E-riðilsins í undankeppni HM í Katar 2022.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur en ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleik. Tékkar komust næst því en skutu í stöng.

Staðan var því markalaus í hálfleik en heimamenn komust yfir á 50. mínútu er Lukas Provod skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með þrumuskoti.

Sú forysta stóð þó ekki lengi því ellefu mínútum síðar skoraði Romelu Lukaku eftir að hafa farið illa með varnarmenn Tékka eftir stoðsendingu Kevin De Bruyne.

Bæði lið eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Serbía og Portúgal gerðu 2-2 jafntefli eftir að Portúgalar náðu tveggja stiga forystu.

Diogo Jota kom Portúgal yfir á elleftu mínútu og á 36. mínútu tvöfaldaði Jota forystuna en Liverpool-maðurinn að hitna eftir meiðslin fyrr á leiktíðinni.

Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og Filip Kostic jafnaði svo metin eftir klukkutímaleik.

Cristiano Ronaldo virtist tryggja Portúgal sigur á loka sekúndum leiksins en dómarateymið dæmdi boltinn ekki inni. Ekki er VAR í undankeppninni og lokatölur því 2-2.

Í sama riðli vann Lúxemborg 1-0 sigur á Írlandi. Serbar og Portúgalar eru með sjö stig, Lúxemborg þrjú en Írland án stiga.

Malta komst í 2-0 gegn Slóvakíu á útivelli en Slóvakar náðu að koma til baka og bjarga andlitinu. Slóvakía er með tvö stig en Malta eitt.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira