Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 18:11 Salmond var í fyrra sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. epa/Hannah Mckay Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí. Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér. Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44
Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20
Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44
Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00