Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Söngkonan Silja Rós Shamir „Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær. „Lagið fjallar um að líta til baka á erfiða lífsreynslu með styrk en á sama tíma reyna að átta sig betur á atburðunum.“ Lagið er nú komið á Spotify. Silja Rós segir að texti lagsins hafi mjög persónulega merkingu, þar sem hún hafi sjálf upplifað sjúka ást í sambandi. „Það var í raun mjög heilandi að semja lagið. Þegar ég á erfitt með að segja hlutina upphátt sem ég frekar tónlist.“ Sambandið breyttist hægt og rólega Hún viðurkennir þó að það hafi verið mjög kvíðavaldandi og óþægilegt að opna sig svona upp á gátt. „Það vita mjög fáir nákvæmlega hvað gerðist. Ísland er svo lítið og það er ábyggilega ein af ástæðunum af hverju ég hef ekki þorað að tala um þetta áður. Ég er mjög hrædd við viðbrögðin en á sama tíma veit ég að ég á fullan rétt á að segja mína hlið af sögunni þá í þeirri von að geta kannski hjálpað einhverjum sem er að upplifa svipaða hluti,“ segir Silja Rós. „Þegar ég var í einu af mínum fyrstu samböndum upplifði ég sjúka ást. Ég vissi lítið sem ekkert um óheilbrigð sambönd á þessum tíma svo ég átti erfitt með að átta mig á aðstæðunum. Sambandið þróaðist hægt og rólega úr því að vera heilbrigt í óheilbrigt og síðar yfir í atburði sem myndu teljast sem ofbeldi. Ofbeldið sem ég varð fyrir var að mestu leyti andlegt þar sem hann braut mig niður með mismunandi aðferðum. Andlega ofbeldið kom líka fram í þau skipti sem ég reyndi að hætta með honum, þá hótaði hann að fremja sjálfsmorð og sagði að ég væri eina ástæðan fyrir því að hann lifði. Ég var því föst í óheilbrigðu sambandi. Ég vildi frekar vera óhamingjusöm heldur en að upplifa sjálfa mig ábyrga á hans dauða. Á þeim tíma áttaði ég mig ekki á því að það teldist undir andlegt ofbeldi, en það lét mér auðvitað líða mjög illa.“ Ríghélt í góðu stundirnar Silja Rós segir að partur af henni hafi vitað að þetta væri óheilbrigt samband á meðan hún var í því. „Því mér leið mjög illa en það voru ýmsir hlutir sem flæktu málið eins og hans andlega heilsa og auðvitað ástin. Þótt sambandið hafi verið óheilbrigt var það ekki ástarlaust. Ég elskaði hann mjög mikið og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég horfði fram hjá því hversu illa hann kom fram við mig. Þetta er hringrás og maður rígheldur í góðu stundirnar til að þola þær slæmu. Andlega heilsan hans hafði mjög slæm áhrif á sambandið okkar, hann var ekki tilbúinn að leita sér aðstoðar og á meðan tók hann sína vanlíðan út á mér. Ég reyndi að hjálpa honum en það er mjög erfitt að hjálpa einstakling sem vill ekki hjálp og bregst illa við hjálp. Það flækti hlutina, mér fannst ég ekki eiga rétt á því að kalla þetta óheilbrigt samband eða ofbeldi því ég vissi hvað hann var að ganga í gegnum erfiða hluti. Það var auðvelt að skella sökinni á sjúkdóminn.“ Silju Rós fannst mjög erfitt að finna upplýsingar um óheilbrigð sambönd þar sem annar einstaklingurinn var að upplifa andleg veikindi eins og þunglyndi. „Helstu upplýsingarnar sem ég fann voru tengdar sjúkdómnum sjálfum þar sem talað var um að það væri eðlilegt að fólk sem þjáðist af þunglyndi gerði og segði særandi hluti án þess að meina það neitt illa. Það er að vissu leiti rétt að sjúkdómurinn geti leitt í breytt hegðunarmynstur en það eru samt mörk, og það er ekkert sem réttlætir ofbeldi. Það eru ekki allir andlega veikir einstaklingar sem beita ofbeldi. Í þessum aðstæðum fannst mér mjög erfitt að átta mig á því hvar mörkin voru, hvenær þetta var sjúkdómurinn og hvenær þetta var manneskjan að fela sig á bak við sinn ógreinda sjúkdóm. Það er nauðsynlegt að minna sig á að enginn á skilið að upplifa ofbeldi og það er ekkert sem réttlætir ofbeldi.“ Hrædd við það sem gæti gerst Silja Rós segist hafa áttað sig almennilega á því hversu alvarlegt þetta hefði verið þegar hún byrjaði í heilbrigðu sambandi og fann muninn. „Manni á í alvörunni ekki að líða illa daglega í sambandi, það er ekki eðlilegt.“ Hún segir að afbrýðisemi, stjórnun og samviskubit hafi einkennt samskiptin. Hann brást illa við yfir minnstu hlutum og reyndi að hafa áhrif á það hvaða vini ég „mátti“ umgangast. Það var mjög erfitt að átta sig á reglunum þar sem þær voru breytilegar eftir dögum, það var eiginlega alveg sama hvað ég gerði ég náði alltaf að gera eitthvað vitlaust í hans augum. Hann hundsaði mig oft og kenndi mér um hans eigin vanlíðan. Ég var ekkert fullkomin í þessu sambandi þegar á leið og gerði alveg hluti sem ég sé eftir en mér var alveg refsað fyrir stór og lítil mistök. Það kom augnablik þar sem ég hræddist hann og mér leið eins og hann væri einhver allt önnur manneskja og þá vissi ég ekki hvað myndi gerast.“ Silja Rós er söngkona, leikkona, lagahöfundur og handritshöfundur. Hún hefur síðustu ár elt draumana erlendis en útilokar ekki að flytja aftur heim til Íslands.Shamir Skömmuð fyrir að fara í ræktina Silja Rós segir að hún hafi ekki séð rauðu flöggin í sambandinu á meðan á því stóð. „Ég missti eiginlega alveg af þeim af því ég hafði áhyggjur af hans andlegu heilsu svo ég var ekki að pæla í því hversu fáránleg hegðunin væri gagnvart mér fyrr en eftir á. En rauðu flöggin voru til dæmis afbrýðisemin. Ég mátti ekki hugsa vel um sjálfa mig því þá var ég að gera lítið úr honum. Hann gat skammað mig fyrir hluti eins og að fara í ræktina. Þetta var eitt af mínum fyrstu samböndum þannig ég vissi ekki alveg hvað væri óeðlilegt. Ég held það sé ótrúlega mikilvægt að fræða ungmenni um óheilbrigð sambönd og mismunandi birtingarmyndir ofbeldis snemma til þess að þau þekki merkin betur.“ Hún segir að það hafi gengið mjög illa að slíta sambandinu og enda samskiptin. „Partur af ofbeldinu var að í hvert sinn sem ég reyndi að hætta með honum hótaði hann sjálfsvígi og sagði að ég væri það eina sem héldi honum á lífi. Ég var því föst í sambandinu í langan tíma,“ segir Silja Rós og heldur áfram. „Þegar ég var sjálf komin mjög langt niður tók hann loksins eftir því hvernig sambandið væri að hafa áhrif á mig og það fékk hann til að leita sér loksins aðstoðar. Hann fékk þá loksins þær greiningar og þá aðstoð sem hann þurfti frá fagaðilum. Ég hélt að allt yrði betra þá sem það varð að ákveðnu leiti.“ Vissi að þetta væri það rétta í stöðunni Á þeim tímapunkti lagaðist sambandið mikið. Silja Rós segir að það hafi fært sig í áttina að því að verða heilbrigt aftur. En það entist ekki lengi. „Það var bara svolítið seint, það hafði bara of mikið gengið á og ég fann að ég þurfti að vinna úr því án hans. Ég beið þangað til að ég vissi að hann gæti tekið því andlega. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu og voru mjög erfið og flókin sambandsslit en ég vissi að það væri betra fyrir okkur bæði. Við vorum svo ung og ég held að við höfum hvorugt áttað okkur á aðstæðunum sem við vorum í. Ég veit að hann er ekki vond manneskja þó hann hafi verið vondur við mig á þessum tíma. Ég hef fyrirgefið honum í dag og ég vona að honum líði vel. En mér finnst líka mikilvægt að geta sagt mína upplifun því ég held að margir hafi verið á sama stað og ég. Ofbeldi getur birst á svo mismunandi hátt.“ Hvað ef ég er bara viðkvæm? Síðustu ár hefur Silja Rós verið í mikilli sjálfsvinnu til að vinna úr þessari reynslu og tilfinningunum sem fylgdu í kjölfarið. „Til að byrja með fannst mér erfitt að treysta minningunum mínum svona eftir á. Ég hugsaði oft hvað ef þetta eru bara falskar minningar? Hvað ef ég var bara viðkvæm? Hvað ef þetta var bara sjúkdómnum að kenna? Mér fannst það eðlilegri útskýringar en að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég hefði verið í óheilbrigðu sambandi í langan tíma og upplifað ofbeldi. Ég las mig til um ofbeldi og óheilbrigð sambönd til að skilja þetta betur. Fyrir mér sá ég ofbeldi sem líkamlegt en vissi lítið sem ekkert um andlegt ofbeldi. Ég leitaði mikið til vinkvenna sem höfðu upplifað ofbeldi og þær hjálpuðu mér mjög mikið. Núverandi kærastinn minn hefur líka hjálpað mér mjög mikið.“ Lagið Reality er pródúserað af Whyrun & Slaema . Jakob Gunnarsson sér um pianoleik, Magnús Dagsson um gítar og bassaleik og Bergur Einar sá um trommuleik. Lagið var masterað hjá Skonrokk.Shamir Silja Rós ætlar að nota hluta af þeim tekjum sem hún fær af þessu lagi frá Spotify og gefa til Stígamóta. Hún segir að samtök eins og Stígamót og fleiri hafi hjálpað henni mikið með fræðslu og gagnlegu efni. Lagið er hægt að heyra hér á Spotify og áskrifendur geta einnig hlustað á það í spilaranum hér fyrir neðan. Langar að gefa til baka „Ég leitaði ekki til þeirra í persónu en lá yfir heimasíðunum þeirra og öðru fræðsluefni dögum saman að fræða mig um ofbeldi og óheilbrigð sambönd sem hjálpaði mér ótrúlega mikið. Allar þessar stofnanir hjálpuðu mér að átta mig á alvarleika málsins og viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hefði orðið fyrir þessu sjálf. Þegar ég sá bókstaflega skrifaðar lýsingar á ofbeldi sem smell passaði við mína upplifun gat ég ekki lengur sannfært sjálfa mig um það að ég væri að gera of mikið úr minni upplifun. Mig langaði að gefa til baka til samtaka sem hafa hjálpað mér mikið í gegnum þetta ferli. Mig langaði líka að leyfa fólki að vera partur af því með mér og finna fyrir einhverskonar samstöðu að það gæti haft áhrif á upphæðina.“ Hún vonar líka að hennar saga opni umræðuna enn frekar. „Þó að mér finnist mjög erfitt að opna mig og ræða þessa hluti finnst mér það líka mikilvægt því þá get ég nýtt mína rödd til þess að vekja athygli á málefni sem liggur mér nálægt hjarta. Ég valdi Stígamót því mér finnst þeirra forvarnarstarf Sjúk Ást vera frábært. Ef við vitum betur hvernig ást á að vera og hvernig hún á ekki að vera áður en við verðum sjúklega ástfangin getum við þekkt bæði okkar mörk og rauðu flöggin betur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Tónlist Helgarviðtal Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00 Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Lagið fjallar um að líta til baka á erfiða lífsreynslu með styrk en á sama tíma reyna að átta sig betur á atburðunum.“ Lagið er nú komið á Spotify. Silja Rós segir að texti lagsins hafi mjög persónulega merkingu, þar sem hún hafi sjálf upplifað sjúka ást í sambandi. „Það var í raun mjög heilandi að semja lagið. Þegar ég á erfitt með að segja hlutina upphátt sem ég frekar tónlist.“ Sambandið breyttist hægt og rólega Hún viðurkennir þó að það hafi verið mjög kvíðavaldandi og óþægilegt að opna sig svona upp á gátt. „Það vita mjög fáir nákvæmlega hvað gerðist. Ísland er svo lítið og það er ábyggilega ein af ástæðunum af hverju ég hef ekki þorað að tala um þetta áður. Ég er mjög hrædd við viðbrögðin en á sama tíma veit ég að ég á fullan rétt á að segja mína hlið af sögunni þá í þeirri von að geta kannski hjálpað einhverjum sem er að upplifa svipaða hluti,“ segir Silja Rós. „Þegar ég var í einu af mínum fyrstu samböndum upplifði ég sjúka ást. Ég vissi lítið sem ekkert um óheilbrigð sambönd á þessum tíma svo ég átti erfitt með að átta mig á aðstæðunum. Sambandið þróaðist hægt og rólega úr því að vera heilbrigt í óheilbrigt og síðar yfir í atburði sem myndu teljast sem ofbeldi. Ofbeldið sem ég varð fyrir var að mestu leyti andlegt þar sem hann braut mig niður með mismunandi aðferðum. Andlega ofbeldið kom líka fram í þau skipti sem ég reyndi að hætta með honum, þá hótaði hann að fremja sjálfsmorð og sagði að ég væri eina ástæðan fyrir því að hann lifði. Ég var því föst í óheilbrigðu sambandi. Ég vildi frekar vera óhamingjusöm heldur en að upplifa sjálfa mig ábyrga á hans dauða. Á þeim tíma áttaði ég mig ekki á því að það teldist undir andlegt ofbeldi, en það lét mér auðvitað líða mjög illa.“ Ríghélt í góðu stundirnar Silja Rós segir að partur af henni hafi vitað að þetta væri óheilbrigt samband á meðan hún var í því. „Því mér leið mjög illa en það voru ýmsir hlutir sem flæktu málið eins og hans andlega heilsa og auðvitað ástin. Þótt sambandið hafi verið óheilbrigt var það ekki ástarlaust. Ég elskaði hann mjög mikið og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég horfði fram hjá því hversu illa hann kom fram við mig. Þetta er hringrás og maður rígheldur í góðu stundirnar til að þola þær slæmu. Andlega heilsan hans hafði mjög slæm áhrif á sambandið okkar, hann var ekki tilbúinn að leita sér aðstoðar og á meðan tók hann sína vanlíðan út á mér. Ég reyndi að hjálpa honum en það er mjög erfitt að hjálpa einstakling sem vill ekki hjálp og bregst illa við hjálp. Það flækti hlutina, mér fannst ég ekki eiga rétt á því að kalla þetta óheilbrigt samband eða ofbeldi því ég vissi hvað hann var að ganga í gegnum erfiða hluti. Það var auðvelt að skella sökinni á sjúkdóminn.“ Silju Rós fannst mjög erfitt að finna upplýsingar um óheilbrigð sambönd þar sem annar einstaklingurinn var að upplifa andleg veikindi eins og þunglyndi. „Helstu upplýsingarnar sem ég fann voru tengdar sjúkdómnum sjálfum þar sem talað var um að það væri eðlilegt að fólk sem þjáðist af þunglyndi gerði og segði særandi hluti án þess að meina það neitt illa. Það er að vissu leiti rétt að sjúkdómurinn geti leitt í breytt hegðunarmynstur en það eru samt mörk, og það er ekkert sem réttlætir ofbeldi. Það eru ekki allir andlega veikir einstaklingar sem beita ofbeldi. Í þessum aðstæðum fannst mér mjög erfitt að átta mig á því hvar mörkin voru, hvenær þetta var sjúkdómurinn og hvenær þetta var manneskjan að fela sig á bak við sinn ógreinda sjúkdóm. Það er nauðsynlegt að minna sig á að enginn á skilið að upplifa ofbeldi og það er ekkert sem réttlætir ofbeldi.“ Hrædd við það sem gæti gerst Silja Rós segist hafa áttað sig almennilega á því hversu alvarlegt þetta hefði verið þegar hún byrjaði í heilbrigðu sambandi og fann muninn. „Manni á í alvörunni ekki að líða illa daglega í sambandi, það er ekki eðlilegt.“ Hún segir að afbrýðisemi, stjórnun og samviskubit hafi einkennt samskiptin. Hann brást illa við yfir minnstu hlutum og reyndi að hafa áhrif á það hvaða vini ég „mátti“ umgangast. Það var mjög erfitt að átta sig á reglunum þar sem þær voru breytilegar eftir dögum, það var eiginlega alveg sama hvað ég gerði ég náði alltaf að gera eitthvað vitlaust í hans augum. Hann hundsaði mig oft og kenndi mér um hans eigin vanlíðan. Ég var ekkert fullkomin í þessu sambandi þegar á leið og gerði alveg hluti sem ég sé eftir en mér var alveg refsað fyrir stór og lítil mistök. Það kom augnablik þar sem ég hræddist hann og mér leið eins og hann væri einhver allt önnur manneskja og þá vissi ég ekki hvað myndi gerast.“ Silja Rós er söngkona, leikkona, lagahöfundur og handritshöfundur. Hún hefur síðustu ár elt draumana erlendis en útilokar ekki að flytja aftur heim til Íslands.Shamir Skömmuð fyrir að fara í ræktina Silja Rós segir að hún hafi ekki séð rauðu flöggin í sambandinu á meðan á því stóð. „Ég missti eiginlega alveg af þeim af því ég hafði áhyggjur af hans andlegu heilsu svo ég var ekki að pæla í því hversu fáránleg hegðunin væri gagnvart mér fyrr en eftir á. En rauðu flöggin voru til dæmis afbrýðisemin. Ég mátti ekki hugsa vel um sjálfa mig því þá var ég að gera lítið úr honum. Hann gat skammað mig fyrir hluti eins og að fara í ræktina. Þetta var eitt af mínum fyrstu samböndum þannig ég vissi ekki alveg hvað væri óeðlilegt. Ég held það sé ótrúlega mikilvægt að fræða ungmenni um óheilbrigð sambönd og mismunandi birtingarmyndir ofbeldis snemma til þess að þau þekki merkin betur.“ Hún segir að það hafi gengið mjög illa að slíta sambandinu og enda samskiptin. „Partur af ofbeldinu var að í hvert sinn sem ég reyndi að hætta með honum hótaði hann sjálfsvígi og sagði að ég væri það eina sem héldi honum á lífi. Ég var því föst í sambandinu í langan tíma,“ segir Silja Rós og heldur áfram. „Þegar ég var sjálf komin mjög langt niður tók hann loksins eftir því hvernig sambandið væri að hafa áhrif á mig og það fékk hann til að leita sér loksins aðstoðar. Hann fékk þá loksins þær greiningar og þá aðstoð sem hann þurfti frá fagaðilum. Ég hélt að allt yrði betra þá sem það varð að ákveðnu leiti.“ Vissi að þetta væri það rétta í stöðunni Á þeim tímapunkti lagaðist sambandið mikið. Silja Rós segir að það hafi fært sig í áttina að því að verða heilbrigt aftur. En það entist ekki lengi. „Það var bara svolítið seint, það hafði bara of mikið gengið á og ég fann að ég þurfti að vinna úr því án hans. Ég beið þangað til að ég vissi að hann gæti tekið því andlega. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu og voru mjög erfið og flókin sambandsslit en ég vissi að það væri betra fyrir okkur bæði. Við vorum svo ung og ég held að við höfum hvorugt áttað okkur á aðstæðunum sem við vorum í. Ég veit að hann er ekki vond manneskja þó hann hafi verið vondur við mig á þessum tíma. Ég hef fyrirgefið honum í dag og ég vona að honum líði vel. En mér finnst líka mikilvægt að geta sagt mína upplifun því ég held að margir hafi verið á sama stað og ég. Ofbeldi getur birst á svo mismunandi hátt.“ Hvað ef ég er bara viðkvæm? Síðustu ár hefur Silja Rós verið í mikilli sjálfsvinnu til að vinna úr þessari reynslu og tilfinningunum sem fylgdu í kjölfarið. „Til að byrja með fannst mér erfitt að treysta minningunum mínum svona eftir á. Ég hugsaði oft hvað ef þetta eru bara falskar minningar? Hvað ef ég var bara viðkvæm? Hvað ef þetta var bara sjúkdómnum að kenna? Mér fannst það eðlilegri útskýringar en að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég hefði verið í óheilbrigðu sambandi í langan tíma og upplifað ofbeldi. Ég las mig til um ofbeldi og óheilbrigð sambönd til að skilja þetta betur. Fyrir mér sá ég ofbeldi sem líkamlegt en vissi lítið sem ekkert um andlegt ofbeldi. Ég leitaði mikið til vinkvenna sem höfðu upplifað ofbeldi og þær hjálpuðu mér mjög mikið. Núverandi kærastinn minn hefur líka hjálpað mér mjög mikið.“ Lagið Reality er pródúserað af Whyrun & Slaema . Jakob Gunnarsson sér um pianoleik, Magnús Dagsson um gítar og bassaleik og Bergur Einar sá um trommuleik. Lagið var masterað hjá Skonrokk.Shamir Silja Rós ætlar að nota hluta af þeim tekjum sem hún fær af þessu lagi frá Spotify og gefa til Stígamóta. Hún segir að samtök eins og Stígamót og fleiri hafi hjálpað henni mikið með fræðslu og gagnlegu efni. Lagið er hægt að heyra hér á Spotify og áskrifendur geta einnig hlustað á það í spilaranum hér fyrir neðan. Langar að gefa til baka „Ég leitaði ekki til þeirra í persónu en lá yfir heimasíðunum þeirra og öðru fræðsluefni dögum saman að fræða mig um ofbeldi og óheilbrigð sambönd sem hjálpaði mér ótrúlega mikið. Allar þessar stofnanir hjálpuðu mér að átta mig á alvarleika málsins og viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hefði orðið fyrir þessu sjálf. Þegar ég sá bókstaflega skrifaðar lýsingar á ofbeldi sem smell passaði við mína upplifun gat ég ekki lengur sannfært sjálfa mig um það að ég væri að gera of mikið úr minni upplifun. Mig langaði að gefa til baka til samtaka sem hafa hjálpað mér mikið í gegnum þetta ferli. Mig langaði líka að leyfa fólki að vera partur af því með mér og finna fyrir einhverskonar samstöðu að það gæti haft áhrif á upphæðina.“ Hún vonar líka að hennar saga opni umræðuna enn frekar. „Þó að mér finnist mjög erfitt að opna mig og ræða þessa hluti finnst mér það líka mikilvægt því þá get ég nýtt mína rödd til þess að vekja athygli á málefni sem liggur mér nálægt hjarta. Ég valdi Stígamót því mér finnst þeirra forvarnarstarf Sjúk Ást vera frábært. Ef við vitum betur hvernig ást á að vera og hvernig hún á ekki að vera áður en við verðum sjúklega ástfangin getum við þekkt bæði okkar mörk og rauðu flöggin betur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Tónlist Helgarviðtal Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00 Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. 15. janúar 2021 09:00
Alltaf verið hrædd við að staðna Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 18. október 2020 09:01