Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2021 13:08 Rúv, Efstaleiti, Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. Ekki tókst að ná sambandi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra en Mörður Árnason, sem situr í stjórn Ríkisútvarpsins ohf, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Að þetta hafi verið ákveðið af hálfu útvarpsstjóra með góðu liðsinni stjórnar. Og eftir því sem hann best veit er þegar kominn í það verkefni einhver hópur starfsmanna. Óhætt er að segja að uppi hafi orðið fótur og fit eftir að siðanefnd Ríkisútvarpsins komst að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur stofnunarinnar. Og að brot hans teljist alvarleg. Það var sjávarútvegsfyrirtækið Samherji sem kærði Helga og tíu aðra starfsmenn fréttastofu Ríkisútvarpsins og vísuðu til eftirfarandi ákvæðis í siðareglunum: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Mikil reiði vegna niðurstöðunnar Í kærunni eru tíunduð ýmis ummæli sem starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa látið falla á samfélagsmiðlum og þau sögð stangast á við þetta ákvæði. Fjölmargir hafa risið upp og fordæmt niðurstöðuna og hefur Félag fréttamanna sent frá sér sérstaka ályktun vegna málsins. Fjölmargir reyndir blaðamenn svo sem Kristinn Hrafnsson og Illugi Jökulsson hafa fordæmt niðurstöðuna afdráttarlaust og fyrir liggur að fjölmargir fréttamenn Ríkisútvarpsins eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Meðal fjölmargra sem hafa fordæmt niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins ohf. afdráttarlaust eru hinir reyndu blaðamenn Illugi Jökulsson og Kristinn Hrafnsson.vísir/vilhelm Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri á fréttastofunni er meðal þeirra sem stungið hefur niður penna á Facebook vegna þessa máls en Óðinn er einmitt höfundur siðareglnanna sem voru í gildi áður en nýjar tóku við, að undirlagi Magnúsar Geirs Þórðarsonar þáverandi útvarpsstjóra; starf sem Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri leiddi. „Gömlu reglurnar voru fínar (ekki hlutlaust mat) en Magnús Geir ruddi þeim burt fyrir þessa þvælu, maður úr leikhúsi sem þekkti ekki eða skyldi blaðamennskustarf og hlutverk fjölmiðla - leit aðallega á þá sem kynningartæki leiklistar,“ segir Óðinn. Umdeilt ákvæði í siðareglum Ekki er eins og þessi niðurstaða siðanefndarinnar, sem kölluð var sérstaklega saman til að taka afstöðu til kæruefnanna, þurfi að koma á óvart. En, eins og glögglega má sjá í frétt sem Vísir birti árið 2016. Þar var farið ítarlega í saumana á þá nýjum og núgildandi siðareglum og varpað ljósi á ýmislegt sem kynni að orka tvímælis við þetta ákvæði. Að það stangaðist að öllum líkindum á við ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Né heldur er litið til þess að í siðareglum Blaðamannafélags Íslands er gerður skýr greinarmunur á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Auk þess sem ákvæðið gefur því undir fótinn að gildar séu þær aðfinnslur að leita megi meintra skoðana blaðamanna og hafa þær til marks um að fréttaflutningurinn sé þannig hlutdrægur. Hvernig eru þessar siðareglur til komnar? Í niðurstöðu siðanefndarinnar er vísað til þess að siðareglurnar séu frá starfsmönnum sjálfum komnar. Jóhann Hlíðar Harðarson, fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, telur það af og frá. Hann segir svo frá að hann hafi setið í starfshópnum sem vann að undirbúningi siðareglnanna. „Í því starfi skoðuðum við t.d. ýmsar siðareglur annarra ríkisfjölmiðla nágrannaríkjanna. Ég tók mig t.d. til og snaraði siðareglum DR yfir á íslensku. Þær eru litlar 100 blaðsíður. Þar kemur skýrt fram að það sé engan veginn hægt að meina starfsfólki DR að tjá sig í ræðu og riti um hvaðeina. Jóhann Hlíðar vill ekki kannast við að starfsfólk Ríkisútvarpsins beri ábyrgð á umdeildu ákvæði siðareglnanna, þvert á móti hafi hann varað eindregið við því með vísan í siðareglur Danmarks Radio.aðsend Ég varaði við að slíkt ákvæði yrði sett inn í siðareglur RÚV, það stríddi lóðrétt gegn ákvæðum stjórnarskrár, auk þess sem það er beinlínis brot á mannréttindum fólks,“ segir Jóhann Hlíðar. Og bætir því við að starfshópurinn hafði fundað nokkrum sinnum en þá hafi þeirra starfi lokið. „Stuttu síðar leit þessi óskapnaður ljós. Hann er ekki verk starfshópsins. Höfundanna þarf að leita annars staðar.“ Svo virðist sem talist hafi rík þörf á endurgerð siðareglna vegna þjónustusamnings sem menntamálaráðuneytið þurfti að samþykkja á þeim tíma. Magnús Geir hafnaði því þó alfarið í samtali við Vísi 2016 að ráðuneytið hafi hlutast til um gerð siðareglanna. Áhöld um hvort starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að gerð siðareglna Vísir hefur undir höndum fundarboð Margrétar Magnúsdóttur til allra á RÚV. „Siðareglur og fundur með starfshópi“ frá 27 nóvember 2015. „Það verður fundur á mánudaginn kl. 10:00 í betri stofunni og starfsfólk er hvatt til þess að mæta á fundinn og ræða nánar drögin að siðareglunum og koma á framfæri athugasemdum til starfshópsins.“ Í viðhengi eru drög sem átti að ræða. Þar er ekki að finna neitt um samfélagsmiðla en þó klausu svipaðrar merkingar og sú sem Samherji hafði til að gera fréttir Helga Seljan tortryggilegar: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni ef það leiðir til þess að vafi geti leikið á um heiðarleika, trúverðugleika og óhlutdrægni Ríkisútvarpsins.“ Óðinn Jónsson segir hinar nýju reglur óskapnað sem fyrrverandi útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, hljóti að bera ábyrgð á.aðsend Starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem Vísir hefur rætt við, benda á að fundarboðið sé klukkan 10, þegar fréttamenn funda, og fáir af fréttastofunni hafi verið á þessum fundi. Reglurnar hafi aldrei verið bornar upp til samþykktar. Í umræðu á Facebook segir Óðinn Jónsson: „Þetta er óbærilegt rugl - en því miður alveg viðbúið. Af hverju ekki að segja eins og er: Reglur Magnúsar Geirs, sem flestir létu óátaldar.“ Og spurður hvort starfsfólk RÚV hafi samþykkt siðareglurnar á einhverjum tímapunkti segir Óðinn; „ég held að leikhússtjórinn hafi bara kynnt þær.“ Reglunum um að kenna en ekki nefndinni Eins og áður segir voru margir sem vildu ræða siðareglurnar og niðurstöðu nefndarinnar á Facebook. Einn þeirra er Jón Ólafsson heimspekingur og stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að þetta snúist ekki um nefndina, sem margir vilja fordæma, heldur reglurnar og þá umrædda málsgrein. Jón Ólafsson segir að reglunum sé um að kenna, ekki nefndinni.Stöð2 „Og tilfellið er (því miður) að það eru starfsmenn sem eiga þessar reglur með húð og hári. Starfsmannafélagið stóð að því að setja reglurnar 2015-2016 þegar fyrsti þjónustusamningurinn var gerður við menntamálaráðuneytið (sbr. innganginn: „Í þeim tilgangi að stuðla að faglegum vinnubrögðum, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og auka traust setur starfsfólk Ríkisútvarpsins sér siðareglur. Að auki gilda nákvæmari reglur um tiltekna þætti í starfseminni, s.s. vinnslu fréttaefnis o.fl,“ segir Jón á Facebooksíðu Þorvaldar Sverrissonar heimspekings. Hér er margt sem virðist eiga við um siðanefndir almennt. Einkum þó hversu hætt þeim er við voðaskotum.Posted by Þorvaldur Sverrisson on Sunnudagur, 28. mars 2021 Þorvaldur segir að öllum starfsmönnum RÚV beri saman um að þetta sé einfaldlega ekki satt og Jón svarar því að sé Þorvaldur búinn að spyrja alla óttist hann að minnið sé eitthvað að svíkja. En: „Ég man þetta vel, því einhver bað mig að gefa álit á reglunum á sínum tíma og þá fannst mér einmitt furðulegast af öllu, að starfsmenn hefðu forgöngu um siðareglur þar sem sumum þeirra væri beinlínis bannað að tjá sig um tiltekin mál. Reyndar, ef þú lest reglurnar vel, eða regluna, sérðu kannski að siðanefnd sem væri þannig innstillt hefði getað haldið því fram að fleiri en Helgi hefðu gerst brotlegir. Þessi málsgrein hefur verið tifandi tímasprengja í mörg ár. Svo einfalt er það.“ Kristinn Hrafnsson tekur þátt í þessum anga umræðunnar og segir starfsmenn hafa tekið þátt í undirbúningi ... „en vinnu þeirra var, að þeirra sögn, varpað fyrir róða og að endingu mætti þessi óskapnaður í hús án þess að vera borinn undir þá sem hann helst varðaði. Þetta hafa Jóhann Hlíðar Harðarson, , Brynjólfur þór Guðmundsson og Lára Ómarsdóttir borið á opnum vettvangi.“ Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Samherjaskjölin Fréttaskýringar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ekki tókst að ná sambandi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra en Mörður Árnason, sem situr í stjórn Ríkisútvarpsins ohf, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Að þetta hafi verið ákveðið af hálfu útvarpsstjóra með góðu liðsinni stjórnar. Og eftir því sem hann best veit er þegar kominn í það verkefni einhver hópur starfsmanna. Óhætt er að segja að uppi hafi orðið fótur og fit eftir að siðanefnd Ríkisútvarpsins komst að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan fréttamaður hafi brotið siðareglur stofnunarinnar. Og að brot hans teljist alvarleg. Það var sjávarútvegsfyrirtækið Samherji sem kærði Helga og tíu aðra starfsmenn fréttastofu Ríkisútvarpsins og vísuðu til eftirfarandi ákvæðis í siðareglunum: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Mikil reiði vegna niðurstöðunnar Í kærunni eru tíunduð ýmis ummæli sem starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa látið falla á samfélagsmiðlum og þau sögð stangast á við þetta ákvæði. Fjölmargir hafa risið upp og fordæmt niðurstöðuna og hefur Félag fréttamanna sent frá sér sérstaka ályktun vegna málsins. Fjölmargir reyndir blaðamenn svo sem Kristinn Hrafnsson og Illugi Jökulsson hafa fordæmt niðurstöðuna afdráttarlaust og fyrir liggur að fjölmargir fréttamenn Ríkisútvarpsins eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa þróast. Meðal fjölmargra sem hafa fordæmt niðurstöðu siðanefndar Ríkisútvarpsins ohf. afdráttarlaust eru hinir reyndu blaðamenn Illugi Jökulsson og Kristinn Hrafnsson.vísir/vilhelm Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri á fréttastofunni er meðal þeirra sem stungið hefur niður penna á Facebook vegna þessa máls en Óðinn er einmitt höfundur siðareglnanna sem voru í gildi áður en nýjar tóku við, að undirlagi Magnúsar Geirs Þórðarsonar þáverandi útvarpsstjóra; starf sem Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri leiddi. „Gömlu reglurnar voru fínar (ekki hlutlaust mat) en Magnús Geir ruddi þeim burt fyrir þessa þvælu, maður úr leikhúsi sem þekkti ekki eða skyldi blaðamennskustarf og hlutverk fjölmiðla - leit aðallega á þá sem kynningartæki leiklistar,“ segir Óðinn. Umdeilt ákvæði í siðareglum Ekki er eins og þessi niðurstaða siðanefndarinnar, sem kölluð var sérstaklega saman til að taka afstöðu til kæruefnanna, þurfi að koma á óvart. En, eins og glögglega má sjá í frétt sem Vísir birti árið 2016. Þar var farið ítarlega í saumana á þá nýjum og núgildandi siðareglum og varpað ljósi á ýmislegt sem kynni að orka tvímælis við þetta ákvæði. Að það stangaðist að öllum líkindum á við ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Né heldur er litið til þess að í siðareglum Blaðamannafélags Íslands er gerður skýr greinarmunur á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Auk þess sem ákvæðið gefur því undir fótinn að gildar séu þær aðfinnslur að leita megi meintra skoðana blaðamanna og hafa þær til marks um að fréttaflutningurinn sé þannig hlutdrægur. Hvernig eru þessar siðareglur til komnar? Í niðurstöðu siðanefndarinnar er vísað til þess að siðareglurnar séu frá starfsmönnum sjálfum komnar. Jóhann Hlíðar Harðarson, fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, telur það af og frá. Hann segir svo frá að hann hafi setið í starfshópnum sem vann að undirbúningi siðareglnanna. „Í því starfi skoðuðum við t.d. ýmsar siðareglur annarra ríkisfjölmiðla nágrannaríkjanna. Ég tók mig t.d. til og snaraði siðareglum DR yfir á íslensku. Þær eru litlar 100 blaðsíður. Þar kemur skýrt fram að það sé engan veginn hægt að meina starfsfólki DR að tjá sig í ræðu og riti um hvaðeina. Jóhann Hlíðar vill ekki kannast við að starfsfólk Ríkisútvarpsins beri ábyrgð á umdeildu ákvæði siðareglnanna, þvert á móti hafi hann varað eindregið við því með vísan í siðareglur Danmarks Radio.aðsend Ég varaði við að slíkt ákvæði yrði sett inn í siðareglur RÚV, það stríddi lóðrétt gegn ákvæðum stjórnarskrár, auk þess sem það er beinlínis brot á mannréttindum fólks,“ segir Jóhann Hlíðar. Og bætir því við að starfshópurinn hafði fundað nokkrum sinnum en þá hafi þeirra starfi lokið. „Stuttu síðar leit þessi óskapnaður ljós. Hann er ekki verk starfshópsins. Höfundanna þarf að leita annars staðar.“ Svo virðist sem talist hafi rík þörf á endurgerð siðareglna vegna þjónustusamnings sem menntamálaráðuneytið þurfti að samþykkja á þeim tíma. Magnús Geir hafnaði því þó alfarið í samtali við Vísi 2016 að ráðuneytið hafi hlutast til um gerð siðareglanna. Áhöld um hvort starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að gerð siðareglna Vísir hefur undir höndum fundarboð Margrétar Magnúsdóttur til allra á RÚV. „Siðareglur og fundur með starfshópi“ frá 27 nóvember 2015. „Það verður fundur á mánudaginn kl. 10:00 í betri stofunni og starfsfólk er hvatt til þess að mæta á fundinn og ræða nánar drögin að siðareglunum og koma á framfæri athugasemdum til starfshópsins.“ Í viðhengi eru drög sem átti að ræða. Þar er ekki að finna neitt um samfélagsmiðla en þó klausu svipaðrar merkingar og sú sem Samherji hafði til að gera fréttir Helga Seljan tortryggilegar: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni ef það leiðir til þess að vafi geti leikið á um heiðarleika, trúverðugleika og óhlutdrægni Ríkisútvarpsins.“ Óðinn Jónsson segir hinar nýju reglur óskapnað sem fyrrverandi útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, hljóti að bera ábyrgð á.aðsend Starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem Vísir hefur rætt við, benda á að fundarboðið sé klukkan 10, þegar fréttamenn funda, og fáir af fréttastofunni hafi verið á þessum fundi. Reglurnar hafi aldrei verið bornar upp til samþykktar. Í umræðu á Facebook segir Óðinn Jónsson: „Þetta er óbærilegt rugl - en því miður alveg viðbúið. Af hverju ekki að segja eins og er: Reglur Magnúsar Geirs, sem flestir létu óátaldar.“ Og spurður hvort starfsfólk RÚV hafi samþykkt siðareglurnar á einhverjum tímapunkti segir Óðinn; „ég held að leikhússtjórinn hafi bara kynnt þær.“ Reglunum um að kenna en ekki nefndinni Eins og áður segir voru margir sem vildu ræða siðareglurnar og niðurstöðu nefndarinnar á Facebook. Einn þeirra er Jón Ólafsson heimspekingur og stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að þetta snúist ekki um nefndina, sem margir vilja fordæma, heldur reglurnar og þá umrædda málsgrein. Jón Ólafsson segir að reglunum sé um að kenna, ekki nefndinni.Stöð2 „Og tilfellið er (því miður) að það eru starfsmenn sem eiga þessar reglur með húð og hári. Starfsmannafélagið stóð að því að setja reglurnar 2015-2016 þegar fyrsti þjónustusamningurinn var gerður við menntamálaráðuneytið (sbr. innganginn: „Í þeim tilgangi að stuðla að faglegum vinnubrögðum, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og auka traust setur starfsfólk Ríkisútvarpsins sér siðareglur. Að auki gilda nákvæmari reglur um tiltekna þætti í starfseminni, s.s. vinnslu fréttaefnis o.fl,“ segir Jón á Facebooksíðu Þorvaldar Sverrissonar heimspekings. Hér er margt sem virðist eiga við um siðanefndir almennt. Einkum þó hversu hætt þeim er við voðaskotum.Posted by Þorvaldur Sverrisson on Sunnudagur, 28. mars 2021 Þorvaldur segir að öllum starfsmönnum RÚV beri saman um að þetta sé einfaldlega ekki satt og Jón svarar því að sé Þorvaldur búinn að spyrja alla óttist hann að minnið sé eitthvað að svíkja. En: „Ég man þetta vel, því einhver bað mig að gefa álit á reglunum á sínum tíma og þá fannst mér einmitt furðulegast af öllu, að starfsmenn hefðu forgöngu um siðareglur þar sem sumum þeirra væri beinlínis bannað að tjá sig um tiltekin mál. Reyndar, ef þú lest reglurnar vel, eða regluna, sérðu kannski að siðanefnd sem væri þannig innstillt hefði getað haldið því fram að fleiri en Helgi hefðu gerst brotlegir. Þessi málsgrein hefur verið tifandi tímasprengja í mörg ár. Svo einfalt er það.“ Kristinn Hrafnsson tekur þátt í þessum anga umræðunnar og segir starfsmenn hafa tekið þátt í undirbúningi ... „en vinnu þeirra var, að þeirra sögn, varpað fyrir róða og að endingu mætti þessi óskapnaður í hús án þess að vera borinn undir þá sem hann helst varðaði. Þetta hafa Jóhann Hlíðar Harðarson, , Brynjólfur þór Guðmundsson og Lára Ómarsdóttir borið á opnum vettvangi.“
Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Samherjaskjölin Fréttaskýringar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42