Ekkert til í því að Man. United maðurinn haldi með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 10:01 Daniel James sækir hér að Liverpool manninum Sadio Mane ásamt félaga sínum Victor Lindelof hjá Manchester United. Getty/Andrew Powell Að halda eða halda ekki með Liverpool. Það er spurninginn sem Manchester United maðurinn Daniel James er nú lokins búinn að svara. Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira