Dálítið eins og stjórnvöld „séu í öðrum heimi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 20:52 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, telur ekki tímabært að huga að því að auglýsa Ísland fyrir ferðamönnum. vísir/vilhelm Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“ Þetta kom fram í máli Gylfa í Kastljósi í kvöld. Hann skiptir hagkerfinu í tvo hluta, svokallað 90 prósent hagkerfi, sem flestir hér á landi starfa í, og svo 10 prósent hagkerfi, sem er ferðaþjónustan. Kvaðst hann telja vel hafa tekist að verja hið fyrrnefnda og sagði ástæðulaust að láta 10 prósent hagkerfið bera allan sinn skaða sjálft. Þann skaða þyrfti að bæta. „Maður verður að hugsa, hvað er hægt að gera í málinu áður en farsóttin er kveðin niður. Freistingin er alltaf sú að opna landamærin,“ segir Gylfi. Spurningin sé þá hversu mikla áhættu eigi að taka til að styðja við hið svokallaða 10 prósent hagkerfi. „Ég hef alltaf sagt, verndum 90 prósent hagkerfið. Það er svo hrikalegur skaði sem verður af því að hér sé farsótt innanlands. Efnahagslegur skaði af henni er miklu meiri og við björgum ekki 10 prósent hagkerfinu með því að hleypa pestinni inn í landið. Það er bara einhver hilling.“ Hann sagði þá að málið snerist ekki bara um efnahagslegar afleiðingar. Fleira væri undir. „Við erum að tala um líf fólks. Að krakkar geti mætt í skóla, þetta er viðkvæmasti hópurinn. Að fólk sé ekki hrætt, þessi ógn er búin að vera í heilt ár. Ekki taka sénsinn með því að fara að auglýsa Ísland í útlöndum aftur sem farsóttarfrítt land,“ segir Gylfi. „Of snemmt að mínu mati“ Hann segir þá skjóta skökku við að skólum sé lokað á meðan fréttir berist af því að ferðamenn streymi hingað, meðal annars til að skoða eldgosið í Geldingadölum, sem hann segist vona að geti skapað tekjur í framtíðinni. „En það er bara of snemmt að opna núna,“ segir Gylfi. Aðspurður kvaðst hann telja áætlun stjórnvalda um litakóðakerfi á landamærunum 1. maí vera „glapræði,“ eins og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem tók viðtalið, orðaði það.´ „Mér finnst að það ætti að búa til áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein, og reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum ferðamönnum, kannski bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt, ofan á. En ekki fara að taka séns á því að missa innlenda ferðaþjónustu og hitt,“ segir Gylfi. Hann segir þá að raddir sem haldi því fram að greiða þurfi leið erlendra ferðamanna inn í landið séu háværari í fjölmiðlum en til að mynda þær sem tali fyrir því að halda þurfi skólum opnum. Það séu mikilvægari hagsmunir. „Þó maður sé ekki að gera lítið úr hinum. Það er engin ástæða til að fólk þar [í ferðaþjónustu] taki allt höggið. Auðvitað á að dreifa byrðunum þannig að það fólk taki ekki höggið. En maður verður að hugsa um eitt samfélag, hvað er mikilvægt, vega og meta af varkárni og reyna að passa upp á þetta land næstu mánuði. Þegar líður á sumarið verður þetta komið í lag, eins mikið og hægt er.“ Eins og stjórnvöld séu í öðrum heimi Gylfi kveðst vona að á síðari hluta ársins verði hlutir komnir nær eðlilegu árferði, þegar búið verði að bólusetja fleiri hér á landi. Hann bendir þó á að þá muni sjást efnahagsáhrif með annars konar formerkjum. „90 prósent hagkerfið fer þá niður, því Íslendingar fara út að versla. Fólk sem er með verslanir í Kringlunni og Smáralind verður fyrir höggi, væntanlega. Ferðaþjónustan fer upp og ríkishallinn minnkar, vextir gætu farið upp. Þá gengur þetta allt á hinn veginn,“ segir Gylfi og veltir því upp að áhrifin gætu komið hratt fram í eins konar „sprengingu“ eða tækju lengri tíma, eitt til tvö ár áður en jafnvægi næst. Gylfi kvaðst þá vona að stjórnvöld féllu frá áformum sínum um að taka upp litakóðakerfið 1. maí. „Það er vonandi. Það er dálítið eins og þau séu í öðrum heimi,“ segir Gylfi og bendir á að Bretum sé ráðlagt að ferðast ekki til útlanda og þeir hafi þurft að lúta ströngum samfélagslegum takmörkunum svo mánuðum skiptir. „Að við getum leyft okkur þennan lúxus, að tala um litakóðunarkerfi. Það er eins og maður sé í einhvers konar öðrum heimi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Gylfa í Kastljósi í kvöld. Hann skiptir hagkerfinu í tvo hluta, svokallað 90 prósent hagkerfi, sem flestir hér á landi starfa í, og svo 10 prósent hagkerfi, sem er ferðaþjónustan. Kvaðst hann telja vel hafa tekist að verja hið fyrrnefnda og sagði ástæðulaust að láta 10 prósent hagkerfið bera allan sinn skaða sjálft. Þann skaða þyrfti að bæta. „Maður verður að hugsa, hvað er hægt að gera í málinu áður en farsóttin er kveðin niður. Freistingin er alltaf sú að opna landamærin,“ segir Gylfi. Spurningin sé þá hversu mikla áhættu eigi að taka til að styðja við hið svokallaða 10 prósent hagkerfi. „Ég hef alltaf sagt, verndum 90 prósent hagkerfið. Það er svo hrikalegur skaði sem verður af því að hér sé farsótt innanlands. Efnahagslegur skaði af henni er miklu meiri og við björgum ekki 10 prósent hagkerfinu með því að hleypa pestinni inn í landið. Það er bara einhver hilling.“ Hann sagði þá að málið snerist ekki bara um efnahagslegar afleiðingar. Fleira væri undir. „Við erum að tala um líf fólks. Að krakkar geti mætt í skóla, þetta er viðkvæmasti hópurinn. Að fólk sé ekki hrætt, þessi ógn er búin að vera í heilt ár. Ekki taka sénsinn með því að fara að auglýsa Ísland í útlöndum aftur sem farsóttarfrítt land,“ segir Gylfi. „Of snemmt að mínu mati“ Hann segir þá skjóta skökku við að skólum sé lokað á meðan fréttir berist af því að ferðamenn streymi hingað, meðal annars til að skoða eldgosið í Geldingadölum, sem hann segist vona að geti skapað tekjur í framtíðinni. „En það er bara of snemmt að opna núna,“ segir Gylfi. Aðspurður kvaðst hann telja áætlun stjórnvalda um litakóðakerfi á landamærunum 1. maí vera „glapræði,“ eins og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem tók viðtalið, orðaði það.´ „Mér finnst að það ætti að búa til áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein, og reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum ferðamönnum, kannski bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt, ofan á. En ekki fara að taka séns á því að missa innlenda ferðaþjónustu og hitt,“ segir Gylfi. Hann segir þá að raddir sem haldi því fram að greiða þurfi leið erlendra ferðamanna inn í landið séu háværari í fjölmiðlum en til að mynda þær sem tali fyrir því að halda þurfi skólum opnum. Það séu mikilvægari hagsmunir. „Þó maður sé ekki að gera lítið úr hinum. Það er engin ástæða til að fólk þar [í ferðaþjónustu] taki allt höggið. Auðvitað á að dreifa byrðunum þannig að það fólk taki ekki höggið. En maður verður að hugsa um eitt samfélag, hvað er mikilvægt, vega og meta af varkárni og reyna að passa upp á þetta land næstu mánuði. Þegar líður á sumarið verður þetta komið í lag, eins mikið og hægt er.“ Eins og stjórnvöld séu í öðrum heimi Gylfi kveðst vona að á síðari hluta ársins verði hlutir komnir nær eðlilegu árferði, þegar búið verði að bólusetja fleiri hér á landi. Hann bendir þó á að þá muni sjást efnahagsáhrif með annars konar formerkjum. „90 prósent hagkerfið fer þá niður, því Íslendingar fara út að versla. Fólk sem er með verslanir í Kringlunni og Smáralind verður fyrir höggi, væntanlega. Ferðaþjónustan fer upp og ríkishallinn minnkar, vextir gætu farið upp. Þá gengur þetta allt á hinn veginn,“ segir Gylfi og veltir því upp að áhrifin gætu komið hratt fram í eins konar „sprengingu“ eða tækju lengri tíma, eitt til tvö ár áður en jafnvægi næst. Gylfi kvaðst þá vona að stjórnvöld féllu frá áformum sínum um að taka upp litakóðakerfið 1. maí. „Það er vonandi. Það er dálítið eins og þau séu í öðrum heimi,“ segir Gylfi og bendir á að Bretum sé ráðlagt að ferðast ekki til útlanda og þeir hafi þurft að lúta ströngum samfélagslegum takmörkunum svo mánuðum skiptir. „Að við getum leyft okkur þennan lúxus, að tala um litakóðunarkerfi. Það er eins og maður sé í einhvers konar öðrum heimi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30
Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04