„Frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2021 07:01 Lilju fannst tilvalið að gefa út fyrsta lagið sitt á þrítugsafmælinu. Sigurður Pétur „Ég hef alltaf verið að syngja en byrjaði ekki að semja fyrr en 2019,“ segir Lilja Björg Gísladóttir. Hún gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti. Lagið kallast I think I am in love with you. „Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
„Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love
Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31